Yfirhafnarvörður lagði fram neðanritaðar upplýsingar um starfsmannahald í þremur höfnum.
Hjá Snæfellsbæ.
7206 landanir með 7 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1029 löndunum og 3964 tonnum.
Í Sandgerðisbæ.
3989 landanir með 4 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 997 löndunum og 3190 tonnum.
Í Fjallabyggð.
3176 landanir með 3 starfsmenn. Hver starfsmaður sinnir því um 1058 löndunum og 7052 tonnum.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn neðanritað undir þessum dagskrárlið.
1. Starf yfirhafnarvarðar verði auglýst í febrúar.
2. Nýr starfsmaður verði ráðinn frá og með 1. maí 2014.
3. Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði yfir starfslýsingu og hæfniskröfur á næsta fundi stjórnar.
4. Hafnarstjórn telur rétt að vaktafyrirkomulag verði endurskoðað.
5. Kjarasamningar eru lausir þann 1. mars næstkomandi en taka verður mið af gildandi kjarasamningum.
Nýtt vaktafyrirkomulag verði tekið upp og er lögð áhersla á neðanritað í því sambandi.
1. Þjónusta hafnarinnar miðist við að höfnin verði opin frá kl. 8.00 - 21.00.
2. Þjónustan taki mið af þremur starfsmönnum að jafnaði.
3. Bakvaktir verða um helgar.
4. Gert verði ráð fyrir bakvöktum í miðri viku.
Ofanritað er samþykkt eftir miklar og fjörugar umræður.