-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Á 567. fundi bæjarráðs, dags. 14. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna vatnsþrýstings og slökkvivatns í Ólafsfirði.
Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 26. september 2018 kemur fram að leitað hafi verið til VSÓ verkfræðistofu vegna lausnar málsins. Fyrirliggjandi hönnun VSÓ felur í sér að til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstankinn.
Áætlaður kostnaður er um 5-7 mkr. og lagt er til að framkvæmdir fari fram í maí á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda Mannvirkjastofnun afrit af svari bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar í samræmi við erindi frá Mannvirkjastofnun varðandi málið sem tekið var fyrir á 573. fundi bæjarráðs dags. 25. september 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar fundur þingmanna Norðausturkjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 3. október nk.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála dags. 27.09.2018 vegna umsóknar Birgittu Þorsteinsdóttur um launað leyfi í námslotum og vettvangsnámi vegna B. Ed náms í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að umsókn Birgittu Þorsteinsdóttur verði samþykkt með vísan í 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar 22. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir að veita Birgittu Þorsteinsdóttur launað námsleyfi skólaveturinn 2018 í samræmi við 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar 22. júní 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Tilboð voru opnuð 28. september 2018 vegna ræstinga í húsnæði tónlistarskólans á Siglufirði. Útboðið nær til þriggja ára.
Eftirfarandi tilboð bárust: Guðrún Björg Brynjólfsdóttir kr. 4.914.678 og Minný ehf. 6.030.226.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Tekið fyrir erindi frá Reyni Karlssyni dags. 2.október 2018, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur af Júlíu Blíðu SI-173.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lögð fram til kynningar skýrsla Eflu verkfræðistofu frá september 2018 vegna uppbyggingaráætlunar fyrir Akureyrarflugvöll.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Golfklúbbs Fjallabyggðar vegna uppbyggingar golfvallar í Ólafsfirði í samræmi við bókun bæjarráðs frá 27.11.2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 20. september 2018 frá forsvarsmönnum áhugamannafélags um að reisa styttu af Gústa Guðsmanni á Ráðhústorginu á Siglufirði. En vígsla styttunnar fer fram við hátíðlega athöfn á Ráðhústorginu á Siglufirði laugardaginn 13. október nk. kl. 13:30.
Allir eru velkomnir og verður viðstöddum boðið í kaffi að vígslu lokinni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands dags. 24. september sl. vegna endurnýjunar á samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Markaðsstofu Norðurlands til næstu þriggja ára eða til ársloka 2021 en núgildandi samningur rennur út um áramót. Einnig óskar framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Arnheiður Jóhannsdóttur eftir því að fá að koma á fund bæjarráðs til þess að kynna verkefni og starfsemi Markaðsstofnunnar.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að boða framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands á fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21.09.2018 varðandi samantekt ráðuneytisins á lögmætum verkefnum sveitarfélaga skv. 1. mgr. 7. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað að leiðbeina sveitarfélögum í stefnumótun og áætlunargerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi stjórnar UMFÍ dags. 21.09.2018 þar sem auglýst er eftir aðilum innan sambandsins og sveitarstjórnum til þess að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022. Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram svarbréf Ofanflóðanefndar dags. 24. september 2018 vegna erindis Fjallabyggðar dags. 17. ágúst 2018 þar sem óskað var eftir því við stjórn Ofanflóðasjóðs að lokið yrði 4. og síðasta áfanga stoðvirkja á Siglufirði á árinu 2020.
Í svarbréfi Ofanflóðanefndar kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun standi til að ljúka sex framkvæmdaverkefnum fyrir árslok 2023 og að þremur þeirra ljúki í ár. Miðað er við að framkvæmdir hefjist við ofnaflóðavarnir undir Urðarbotnum í Neskaupstað á næsta ári og er áætlaður framkvæmdatími þrjú ár auk vinnu við frágang. Að óbreyttum fjárheimildum hefjast framkvæmdir við aðrar varnir ekki fyrr en á árinu 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Erindi frestað, frekari gagna óskað í samræmi við umræður á fundi auk umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram erindi Gríms Laxdal og Jóninnu Hólmsteinsdóttur dags. 26.09.2018 vegna viðhaldsleysi á veginum sem liggur að húseign þeirra að Hlíðarvegi 7b.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. september 2018. Þar kemur fram að ársfundur Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00.
Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri félagsmáladeildar sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Orkustofnunar dags. 20. september 2018 þar sem fulltrúa sveitarfélagsins er boðið á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin verður dagana 12. - 14. október nk. en þar mun Orkustofnun kynna smávirkjunarverkefni stofnunarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar dags. 26. september 2018 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi sem rennur út um áramót.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september 2018 þar sem fram kemur að árleg Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 11. - 12. október nk. á Hótel Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur formanni og varaformanni bæjarráðs að sækja ráðstefnuna auk deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar dags. 26.09.2018 varðandi útgáfu skýrslunnar, Mannvirki á miðhálendinu - framkvæmdarverkefni landsskipulagsstefnu 2015-2026. Hægt er að nálgast prentað eintak skýrslunnar hjá Skipulagsstofnun en nánari upplýsingar má finna á vef stofnunarinnar skipulag.is.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Nefndarsviðs Alþingis dags. 26. september 2018 varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lögð fram til kynningar 309. fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 574. fundur 2. október 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 26. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 574. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.