-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 2. október 2018 varðandi ástand á þaki skólahúsnæðisins að Ægisgötu 13, Ólafsfirði. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 12. október 2018 þar sem lagt er til að dúkur á þaki Menntaskólans á Tröllaskaga verði lagfærður í þremur áföngum á næstu þremur árum.
Bæjarráð samþykkir að vísa viðhaldi á þakdúk húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 30. september 2018. Innborganir nema 802.194.195 kr. sem er 100,36% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 799.352.748 kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að vinna við áætlaðar lagfæringar á brekkunni í sumar hafi dregist af óviðráðanlegum orsökum en sé nú lokið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Á 113. fundi félagsmálanefndar Fjallabyggðar var lagt til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu félagsmálanefndar um 5% hækkun til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lögð fram umsókn um styrk frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar vegna kynningar níu ferðaþjónustuaðila í Ólafsfirði á starfsemi fyrirtækja sinna á ferðaráðstefnunni Vestnorden 2018.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg vegna stofnfundar Markaðsstofu Ólafsfjarðar og tveggja vinnufunda sem haldnir voru í Tjarnarborg. Styrkur kr. 45.000.- verður tekinn af deild 13610, lykli 4921 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram launayfirlit ásamt kostnaðarskiptingu milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í sameinuðum tónskóla, Tónlistarskólanum á Tröllaskaga sem stjórn tónlistarskólans samþykkti að vísa til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar á fundi sínum þann 5. október sl.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi launaáætlun og kostnaðarskiptingu og vísar til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf. dags. 10.10.2018 þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins að rannsóknum á svæði sem Framfarafélaginu hefur verið úthlutað í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Framfarafélagsins ehf. til fundar bæjarráðs þann 30. október nk.
Bókun fundar
Tómas Atli Einarsson víkur undir þessum lið af fundi.
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lögð fram drög að samningi Fjallabyggðar og Origo ehf um þjónustu vegna rent a prent ljósritunar og tengdum búnaði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lögð fram til umsagnar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna þingsáætlunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N vegna tímabilsins 27. mars til 7. október 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. október 2018 þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefin kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknafrestur er til 1. nóvember 2018
Bæjarráð samþykkir að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 og felur bæjarstjóra að senda umsókn til ráðuneytisins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram erindi Nönnu Gunnarsdóttur f.h. Huldufugls þar sem óskað er eftir verðtilboði eða fríum afnotum af íþróttahúsi í Ólafsfirði til æfinga til að þróa nýtt leikverk í samstarfi við breska leikhópinn Hikapee sem byggir á sögu um Huldufólk. Um er að ræða dagana 14. og 15. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar dags. 8. október 2018 þar sem fram kemur að 21. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofu verður haldin á Flúðum 8. nóvember nk.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15. október 2018
Lagt fram til kynningar svar húseigenda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 576. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.