Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Málsnúmer 1809007F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Ólöf Sigursveinsdóttir var í myndsamtali gegnum samfélagsmiðilinn Facebook og kynnti tónlistarhátíðina Berjadaga fyrir fundarmönnum. Tónlistarhátíðin var haldin 16.-19. ágúst sl. í 20.sinn. Nefndin þakkar Ólöfu fyrir góða kynningu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður sat þennan dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir tölur um fjölda ferðamanna sem kom á upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar nýliðið sumar. Í maí - ágúst heimsóttu 3207 ferðamenn upplýsingamiðstöðinna á Siglufirði sem er aukning um 76 ferðamenn eða 2,4% frá sama tímabili á síðasta ári. Fjöldi ferðamanna sem heimsótti upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði í maí-ágúst 2018 voru 264 sem er fækkun um 44 eða 14% frá sama tímabili á síðast ári. Nefndin þakkar Hrönn fyrir kynninguna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Lagt fram erindi, sem bæjarráð vísaði til umsagnar til nefndarinnar. Erindið dags. 07.09.2018 er frá Jóel Inga Sæmundssyni og varðar styrk frá sveitarfélögum að upphæð 150.000 til 225.000 og afnot af sýningaraðstöðu vegna verkefnisins, Landsbyggðarleikhús sem fer af stað 2019 og felst í því að koma leiklistinni til landsbyggðarinnar. Markmiðið er að fara með þrjú verk á næsta ári, barna-, drama- og gaman leikrit, á landsbyggðina. Með styrk tryggja sveitarfélög sér sýningarnar. Sjái sveitafélög sér ekki fært að verða við styrk eru þau beðin um að koma á framfæri upplýsingum um fyrirtæki sem vildu styðja verkefnið.
Nefndin samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum um verkin, umfang þeirra, tímasetningar og fleira. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að leita frekari upplýsinga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir uppgjör vegna 17. júní hátíðarhalda og Trilludaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Fyrirspurn hefur borist frá Gunnari Smára Helgasyni fyrir hönd Trölla.is þar sem farið er fram á sundurliðað kostnaðaryfirlit fyrir Trilludaga 2018. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að svara fyrirspurninni í samræmi við niðurstöðu fundarins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 26. september 2018
Landsfundur Upplýsingar er haldinn annað hvert ár og núna er hann dagana 25. og 26. október. Fundarstaður er Silfurberg í Hörpu. Forstöðumaður hefur gert ráð fyrir að starfsmenn bókasafna Fjallabyggðar geti sótt fundinn þar sem þetta er eini sameiginlegi vettvangur starfsfólks bókasafna hér á landi til endurmenntunar. Verið er að vinna í að leysa starfsfólk af til að ekki þurfi að skerða afgreiðslutíma bókasafna á meðan á landsfundi stendur. Komi til lokunar á afgreiðslu bókasafna verður hún lágmörkuð eins og kostur er og auglýst með góðum fyrirvara.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.