- Þjónusta
- Velferð og fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundastarf
- Skipulags- og byggingarmál
- Umhverfismál
- Veitur, hafnir og Þjónustumiðstöð
- Ertu að flytja í Fjallabyggð?
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Menning og söfn
- Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
- Listaverkasafn Fjallabyggðar
- Menningarhúsið Tjarnarborg
- Síldarminjasafnið
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
- Alþýðuhúsið á Siglufirði
- Pálshús Ólafsfirði - Náttúrugripasafn
- Ljóðasetur Íslands
- Saga Fotografica - Photo History Museum
- Herhúsið
- Gallerý og vinnustofur
- Menningarstyrkir
- Bæjarlistamaður
- Ferðaþjónusta
- Upplifðu Fjallabyggð
- Fjallabyggð fagnar þér
- Gisting í Fjallabyggð
- Veitingastaðir
- Afþreying og útivist
- Afþreying utandyra
- Golfvellir
- Gönguleiðir á Tröllaskaga
- 1 - Siglunes
- 2 - Hafnarfjall - Hvanneyrarskál
- 3 - Dalaleið
- 4 - Hestskarð til Héðinsfjarðar
- D-E - Gönguleiðir á snjóflóðagörðum (Ríplum) Siglufjarðar
- 5 - Íllviðrishnjúkur
- 7 - Rauðskörð úr Héðinsfirði - Kleifar
- 8 - Fossabrekkur frá Kleifum til Héðinsfjarðar
- 10 - Botnaleið Siglufjörður / Ólafsfjörður
- 11 - Botnaleið - Héðinsfjörður
- 12 - Siglufjarðarskarð
- 16 - Ólafsfjarðarmúli - Múlakolla
- 19 - Grímubrekkur
- 17 - Kerahnjúkur
- 18 - Drangar
- B - Ólafsfjarðarvatn
- C - Gönguleið á snjóflóðagarð ofan Hornbrekku í Ólafsfirði
- Fossdalur
- Hreppsendasúlur
- Hvanndalir
- Reykjaheiði
- Ólafsfjarðarskarð
- Skollaskál
- Sóti Lodge - gönguferðir
- Ferðafélagið Trölli
- Útsýnisflug og þyrluflug
- Vetrarafþreying
- Afþreying á sjó eða vatni
- Sóti Travel
- Skotfélag Ólafsfjarðar
- Náttúrufar og dýralíf
- Gönguleiðakort Fjallabyggðar
- Afþreying utandyra
- Viðburðir
- Áhugaverðar síður
- Norrænir vinabæir Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
- Menning og söfn
- Þjónustugátt
- Fundagátt
Bæjarráð tók til umfjöllunar á fundi sínum 27. nóvember 2017, úthlutun byggðakvóta.
Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 20. desember 2017. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 0 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 62 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2016/2017. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 20 þorskígildistonn.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samþykkt bæjarráðs um byggðakvóta.