Bæjarráð Fjallabyggðar

462. fundur 23. ágúst 2016 kl. 08:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Fjallskil 2016

Málsnúmer 1607022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð starfshóps um fjallskil frá 3. ágúst 2016.

Starfshópurinn sækir um undanþágu til sveitarstjórnar frá 13. gr. Fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011, þar sem kveðið er á um að skylt sé að hafa tvennar haustgöngur. Óskar starfshópurinn eftir því að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari. Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.

Þá bendir starfshópurinn á bágborið ástand Reykjaréttar og nauðsyn þess að ráðist verði í framkvæmdir. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ástandsskoða réttina.

Göngur og réttir árið 2016 verða eftirfarandi:

a)
Ólafsfjarðarmúli - Kálfsá 16. september
b)
Fossdalur - Kvíabekkur 17. september
c)
Kvíabekkur - Bakki 21. september
d)
Kálfsá - Reykjadalur 22. september
e)
Reykjarétt - Lágheiði - Fljót 23. september
f)
Héðinsfjörður - 16. september
g)
Siglufjörður/Siglunes - 17. september
h)
Úlfsdalir, frá Mánárskriðum og að Strákagöngum 18. september

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir lögfræðiáliti vegna mögulegrar kostnaðarhlutdeildar sveitarfélaganna, Fjallabyggðar og sveitarfélagsins Skagafjarðar í fjallskilum.

2.Beiðni um styrk vegna viðhalds/viðgerða á troðara og toglyftu

Málsnúmer 1608030Vakta málsnúmer

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

3.Staða framkvæmda - 2016

Málsnúmer 1608004Vakta málsnúmer

Breytingar á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 ræddar. Bæjarráð samþykkir að vísa áorðnum breytingum til viðauka.

4.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí 2016.
Innborganir nema kr. 560,3 milljónum sem er 94,4% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 593,4 milljónum.

5.Rekstraryfirlit júní 2016

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til júní 2016, er 41,9 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur umfram gjöld eru 12,1 millj. í stað 54,0 millj.
Tekjur tímabils eru 18,9 millj. lægri en áætlun, gjöld 40,8 millj. hærri og fjármagnsliðir 17,8 millj. lægri.

6.Raforkusölusamningur

Málsnúmer 1608023Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Orkusöluna.

7.Málefni jarðganga á Tröllaskaga

Málsnúmer 1604029Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf lögreglustjórans á Norðurlandi eystra við erindi bæjarráðs vegna umferðarstýringar um Múlagöng dags. 15. ágúst 2016.

8.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lögð fram svarbréf Dalvíkurbyggðar annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar við erindi Fjallabyggðar er varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna við Eyjafjörð í stækkun húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæði sveitarfélögin samþykkja þátttöku í stækkun húsnæðisins. Ennfremur samþykkir Dalvíkurbyggð hlutdeild í leigu húsnæðisins til næstu fimm ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt.

9.Síldarævintýri 2016

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir svarbréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við erindi Fjallabyggðar vegna ágreinings um innheimtu löggæslukostnaðar á Síldarævintýrinu. Lítur ráðuneytið svo á að um stjórnsýslukæru sé að ræða og sveitarfélaginu gefinn kostur á að senda inn viðbótargögn ef þurfa þykir.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda ráðuneytinu þau gögn er þurfa þykir.

10.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 1608028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 281. og 282. fundar stjórnar Eyþings frá 31. maí og 27. júní 2016.

12.794. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1608032Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.

Lagt fram til kynningar.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100

Málsnúmer 1608003FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Lagt fram rekstraryfirlit félagsmáladeildar fyrir tímabilið janúar til júní 2016. Rauntölur; 47.835.044 kr. Áætlun; 51.843.864 kr. Rekstrarniðurstaða félagsþjónustu er 4 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.
  • 13.2 1509094 Gjaldskrár 2016
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Lögð fram tillaga deildarstjóra félagsmáladeildar um nýjan gjaldskrárlið Dagþjónustu í Skálarhlíð. Þátttakendur sem skráðir eru í fulla þjónustu alla daga, greiði kr. 1.300 fyrir fæðiskostnað, frá og með 1. september næstkomandi.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Ársreikningur Sambýlisins við Lindargötu fyrir árið 2015, lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Lögð fram til kynningar frumvarpsdrög félags- og húsnæðismálaráðherra um lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Akureyri 16. september næstkomandi. Í tengslum við fundinn boðar Jafnréttisstofa til ráðstefnu í tilefni fjörutíu ára afmælis jafnréttislaga. Ráðstefnan, sem er öllum opin, fer fram fimmtudaginn 15. september. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11. ágúst 2016 Erindi frá Velferðarráðuneytinu varðandi leiðbeiningar vegna orlofsmála fatlaðs fólks. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar félagsmálanefndar staðfest á 462. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.