Fjallskil 2016

Málsnúmer 1607022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 456. fundur - 26.07.2016

Á síðasta ári var skipaður starfshópur eða fjallskilastjórn vegna fjallskila. Hópinn skipuðu Ólafur Jónsson, Ingvi Óskarsson og Jón Trausti Traustason.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja umboð starfshópsins vegna fjallskila 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 462. fundur - 23.08.2016

Lögð fram fundargerð starfshóps um fjallskil frá 3. ágúst 2016.

Starfshópurinn sækir um undanþágu til sveitarstjórnar frá 13. gr. Fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011, þar sem kveðið er á um að skylt sé að hafa tvennar haustgöngur. Óskar starfshópurinn eftir því að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari. Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.

Þá bendir starfshópurinn á bágborið ástand Reykjaréttar og nauðsyn þess að ráðist verði í framkvæmdir. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ástandsskoða réttina.

Göngur og réttir árið 2016 verða eftirfarandi:

a)
Ólafsfjarðarmúli - Kálfsá 16. september
b)
Fossdalur - Kvíabekkur 17. september
c)
Kvíabekkur - Bakki 21. september
d)
Kálfsá - Reykjadalur 22. september
e)
Reykjarétt - Lágheiði - Fljót 23. september
f)
Héðinsfjörður - 16. september
g)
Siglufjörður/Siglunes - 17. september
h)
Úlfsdalir, frá Mánárskriðum og að Strákagöngum 18. september

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir lögfræðiáliti vegna mögulegrar kostnaðarhlutdeildar sveitarfélaganna, Fjallabyggðar og sveitarfélagsins Skagafjarðar í fjallskilum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Lagt fram lögfræðiálit vegna ágangs búfjár milli sveitarfélaga.

Stór hluti af því búfé sem smalað er í Fjallabyggð tilheyrir bændum í Fljótum. Í lögfræðiálitinu kemur fram að samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélag við Eyjafjörð eigi sveitarfélag sem verður fyrir ágangi fjár frá öðru sveitarfélagi ekki að hafa kostnað af vegna þessa.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að rita sveitarfélaginu Skagafirði bréf þessa efnis, og ná samkomulagi um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Lagður fram samningur um fjallskil í Héðinsfirði við Fjallskiladeild Austur- Fljóta, dagsettur 31. ágúst 2016, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.