Bæjarráð Fjallabyggðar

456. fundur 26. júlí 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Síldarævintýri 2016

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Í tengslum við veitingu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á tækifærisleyfi til hátíðarhalda á Síldarævintýrinu á Siglufirði 28 - 31. júlí n.k. er gerð krafa um að greiddar verði kr. 180 þúsund í löggæslukostnað.

Lögð fram samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 14. júlí, á svörum frá sveitarfélögum um löggæslukostnað á bæjarhátíðum.
Í því ljósi og einnig nefndaráliti samgöngunefndar Alþingis um sama mál, andmælir bæjarráð fyrirhugaðri gjaldtöku Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og samþykkir drög bæjarstjóra að bréfi til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

2.Útboð vegna lagfæringar við Rípla með Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1607015Vakta málsnúmer

Tilboð í verkið "Ríplar Ofanflóðasjóðs og tjarnir" var opnað 19. júlí s.l..
Eitt tilboð barst frá Bás ehf og hljóðar það upp á 9.507.000 sem er 102% af kostnaðaráætlun (9.298.000).

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

Ofanflóðasjóður hefur samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti.

3.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 1607013Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra félagsmáladeildar, dagsett 12. júlí 2016, ásamt tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð.

Tillaga að lögreglusamþykkt verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

4.Sala á hjólabrettapalli

Málsnúmer 1607026Vakta málsnúmer

Á 409. fundi bæjarráðs, 22. september 2015 samþykkti bæjarráð að vegna slysahættu af leiktæki á skólalóð grunnskólans á Siglufirði, yrði það fjarlægt.

Samkvæmt upplýsingum tæknideildar hafa aðilar sýnt áhuga á að kaupa umrætt leiktæki, hjólabrettaramp/pall.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra tæknideildar heimild til að auglýsa eftir tilboðum í leiktækið.

5.Ástand húss við Aðalgötu 6

Málsnúmer 1408047Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf til kynningar varðandi dagsektir og samskipti við aðila.

6.Afnot af íþróttahúsi Fjallabyggðar vegna alþjóðlegs bridgemóts

Málsnúmer 1607036Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Í erindi Sigurbjörns Þorgeirssonar formanns Bridgefélags Siglufjarðar, dagsett 22. júlí 2016, er óskað eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsi Fjallabyggðar á Siglufirði, í tengslum við alþjóðlegt bridgemót sem haldið verður 23-25. september 2016. Reiknað er með 120-180 spilurum.

Bæjarráð fagnar þessu framtaki bridgefélagsins og samþykkir að veita félaginu umbeðinn styrk vegna afnota af íþróttahúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.

Jafnframt vísar bæjarráð afgreiðslunni til viðauka við fjárhagsáætlun.

7.Fjallskil 2016

Málsnúmer 1607022Vakta málsnúmer

Á síðasta ári var skipaður starfshópur eða fjallskilastjórn vegna fjallskila. Hópinn skipuðu Ólafur Jónsson, Ingvi Óskarsson og Jón Trausti Traustason.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja umboð starfshópsins vegna fjallskila 2016.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Aðalbakarans ehf um tækifærisleyfi í tilefni af Síldarævintýri

Málsnúmer 1607035Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 21. júlí 2016, er varðar umsögn um tækifærisleyfi fyrir Aðalbakarann ehf, Aðalgötu 28 580 Siglufirði, til að hafa opið til kl 05:00 frá 29.7-01.08.2016 í tilefni af Síldarævintýrinu á Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi vegna Strandgötu 21, Ólafsfirði

Málsnúmer 1607016Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 8. júlí 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Strandgötu 21, Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

10.Fulltrúatilnefning í Legatsjóð Jóns Sigurðssonar

Málsnúmer 1512030Vakta málsnúmer

Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var samþykkt að vísa fulltrúatilnefningu sveitarfélaga í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar til afgreiðslu Eyþings.

Bæjarráð telur réttara að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar taki málið að sér.

11.Landsfundur jafnréttisnefnda 2016

Málsnúmer 1607029Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn á Akureyri 16. september n.k. og þann 15. september verður haldin á sama stað, ráðstefna í tilefni 40 ára afmælis jafnréttislaganna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar félagsmálanefndar.

12.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 1607028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir og bréf til hagsmunaaðila dagsett 13. júlí 2016.

13.Nýlegar ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins

Málsnúmer 1607032Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í þrettánda sinn í Stykkishólmi 6.-7. júní sl. Helstu umfjöllunarefni vettvangsins að þessu sinni voru áhrif stefnumótunar ESB um hringrásarhagkerfið á sveitarstjórnarstigið í EES EFTA löndunum og nýtt styrkjatímabil 2014-2021 fyrir EES uppbyggingarsjóðina en vettvangurinn ályktaði um þessi tvö mál. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustuviðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu.

Ályktanir vettvangsins og allar kynningar sem voru fluttar á fundinum eru nú aðgengilegar á

http://www.samband.is/verkefnin/althjodamal/sveitarfelog-og-ees/sveitarstjornarvettvangur-efta/13-fundur/.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.