Bæjarráð Fjallabyggðar

404. fundur 11. ágúst 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjallskil haustið 2015

Málsnúmer 1508014Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögu um skipan í starfshóp um búfjárhald.
Lagt er til að starfshópinn skipi Ólafur Jónsson formaður, Ingvi Óskarsson og Herdís Erlendsdóttir.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2015 - 2019

Málsnúmer 1507019Vakta málsnúmer

Á 401. fundi bæjarráðs, 14. júlí 2015, samþykkti bæjarráð framlagða brunavarnaráætlun.

Áætlun lögð fram til undirritunar.
Kostnaðaráætlun við framlagða brunavarnaráætlun var til kynningar.

Mannvirkjastofnun fær áætlunina til umfjöllunar.

3.Staðgreiðsla tímabils 2015

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - júní 2015.

4.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

Lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

5.Gangstétt og kantsteinar við Aðalgötu í Ólafsfirði

Málsnúmer 1508002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Helga Jóhannssyni, dagsett 4. ágúst 2015, vegna yfirstandandi framkvæmda við kantsteina við Aðalgötuna í Ólafsfirði.

Spurt er hvort skoðað hafi verið að heilsteypa nýja gangstétt með kantsteini.

Bæjarstjóri upplýsti að endurgerð kantsteins við Aðalgötuna í Ólafsfirði er á kostnað Vegagerðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að veita umsögn um málið. Einnig verði leitað eftir umsögn Vegagerðarinnar.

6.Formleg opnun skógarins í Skarðsdal

Málsnúmer 1506078Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarbréf stjórnar Skógræktarfélags Íslands, dagsett 29. júlí 2015, fyrir hönd verkefnisins "Opinn skógur", fyrir rausnarlegt framlag til Skógræktarfélags Siglufjarðar vegna fyrirhugaðrar hátíðardagskrár og opnunar skógarins í Skarðdal þann 14. ágúst n.k.

7.Stígagerð í kirkjugarðinum í Ólafsfirði

Málsnúmer 1507053Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju, dagsett 29. júlí 2015, vegna undirbyggingar stíga í kirkjugarðinum í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

8.Brú yfir Skútuá Siglufirði - endurbætur, sorphirðu og vatnsveitumál tengt Visnesi

Málsnúmer 1507052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðrúnu Ásgerði Sölvadóttur, eiganda Visness, dagsett 26. júlí 2015, varðandi:

1. Ástand brúar yfir Skútuá í Siglufirði.
2. Sorphirðumál fyrir sumarhúsasvæði austan fjarðar í Siglufirði.
3. Kaldavatnsleiðsla að Visnesi - úrbætur á bráðabirgðalögn yfir brúna á Skútuá.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ástandsmeta brúna og finna stað fyrir grenndargám í eða við frístundabyggðina.
Kaldavatnslögn að sumarhúsi verður gerð frostfrí.

9.Ástand vegarins að frístundahúsabyggð á Saurbæjarási

Málsnúmer 1506094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Álfhildi Stefánsdóttur, móttekið 13. júlí 2015, varðandi aðkomu að frístundahúsum á Saurbæjarási í Siglufirði.

Bréfritari leggur til að gamli vegurinn uppi á ásnum verði notaður sem aðkoma að svæðinu og honum gert til góða.

Bæjarráð telur hyggilegt til framtíðar að lagfæra og hækka upp veginn vestan við kirkjugarðinn.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

10.Boð á Berjadaga

Málsnúmer 1508015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð til aðal- og varabæjarfulltrúa á upphafskvöld Berjadaga 2015, sem verður fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20:00 í Ólafsfjarðarkirkju.

11.Rif á húsum og geymum í olíubirgðastöð að Ránargötu 2, Siglufirði

Málsnúmer 1508013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Olíudreifingu, dagsett 4. ágúst 2015, um rif á húsum og geymum í olíubirgðastöð að Ránargötu 2 Siglufirði.

Erindið verður til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Fundi slitið.