Bæjarráð Fjallabyggðar

403. fundur 28. júlí 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Kirkjugarðar Siglufjarðarsóknar

Málsnúmer 1506088Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar sóknarnefndar, Sigurður Hlöðvesson og Hermann Jónasson.

Á árinu 2015 eru gert ráð fyrir 5 mkr. á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar, til þess að búa til ný grafarstæði í suðurgarðinum í Siglufirði.

2.Ósk um leyfi til að setja upp vegvísi/skilti upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1507008Vakta málsnúmer

Á 400. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem sótt var um leyfi fyrir uppsetningu vegvísis/skiltis upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og umsagnar í hafnarstjórn.

186. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 13. júlí 2015, gerir ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísaði ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

72. fundur hafnarstjórnar, 27. júlí 2015, samþykkti að veita leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.

Bæjarráð samþykkir leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.

3.Samningur um þjónustu trúnaðarlæknis

Málsnúmer 1507044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um þjónustu trúnaðarlæknis og heilsufarsmælingar við Vinnuvernd ehf.

Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra að undirrita.
Jafnframt er útgjaldaauka vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

4.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður leigusamningur fyrir félagsmiðstöðina Neon að Lækjargötu 8 Siglufirði.

Með þessu húsnæði er aðstaða fyrir félagsmiðstöðina leyst á Siglufirði.

5.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins

Málsnúmer 1507038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ábending frá Öryrkjabandalagi Íslands, dagsett 21. júlí 2015, um að skipuleggjendur hátíða og viðburða fyrir almenning tryggi að ákveðið hlutfall ferðasalerna skuli vera aðgengilegt hreyfihömluðu fólki.

6.Umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar og Ægisbyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1507042Vakta málsnúmer

Lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

7.Zenter - kynning á þjónustu

Málsnúmer 1507043Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á þjónustu Zenter, sem rekur hugbúnaðinn Zenter og sérhæfir sig í alhliða þjónustu á sviði markaðsrannsókna ásamt sölu- markaðs- og þjónustustjórnun.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

8.Access Iceland aðgengismerkjakerfið - kynning

Málsnúmer 1507046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar Access Iceland aðgengismerkjakerfið, til úttekta og mats á aðstæðum á aðgengi fólks með fötlun sem og skýrslugerð fyrir sveitarfélögin og birtingu upplýsinga fyrir íbúa og gesti.

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90

Málsnúmer 1507006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Lögð fram samstarfsyfirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi eystra og Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna heimilisofbeldis.
    Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði sambærileg samstarfsyfirlýsing fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 23. júlí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar félagsmálanefndar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72

Málsnúmer 1507007FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Drög að samstarfssamningi lögð fyrir hafnarstjórn.

    Hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Mikill ágangur hefur verið af vargi undanfarið í Fjallabyggðarhöfnum.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna að lausn á málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1.jan 2015 til 26.júl. 2015.
    Siglufjörður 10198 T í 1507 löndunum. Ólafsfjörður 424 T í 431 löndunum.

    Samanburður við sama tímabil 2014.
    Siglufjörður 9654 T í 1868 löndunum. Ólafsfjörður 574 T í 430 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Niðurstaða reksturs hafnarsjóðs tímabilið jan.-maí 2105 er 4,3 millj. í tekjur umfram gjöld miðað við áætlun sem gerði ráð fyrir 5,8 millj. í tekjur umfram gjöld.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Hafnarstjóri kynnti niðurstöðu tilboðs í harðvið sem kemur ofan á steyptan kant við nýja stálþilið og staðfestingu til Vegagerðar á töku lægsta tilboðs. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Umræða var um fiskúrgang frá fiskvinnslum í Fjallabyggð. Brögð eru að því að slóg sé losað í Fjallabyggðarhafnir.

    Hafnarstjóra falið að finna lausn á málinu og senda fyrirtækjum sem eru í sjávarútvegi bréf með upplýsingum hvar megi losa fiskúrgang og að það sé bannað að losa slóg í hafnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27. júlí 2015 Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísaði ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

    Hafnarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar hafnarstjórnar samþykkt samhljóða á 403. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.