Bæjarráð Fjallabyggðar

371. fundur 09. desember 2014 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson.

Til umræðu var m.a. akstursmál starfsmanna og framlenging á samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn, að uppfylltum ákveðnum atriðum.

2.Deildarstjórastaða í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1412024Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

Til umræðu var m.a. ósk skólastjóra um fasta stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri lagði fram greinargerð og áætlaður kostnaður var ræddur.

Bæjarráð samþykkir tímabundna stöðu deildarstjóra næsta skólaár 2015-2016.

Bæjarráð leggur áherslu á við skólastjórnendur að lokið verði við sjálfsmat skólans og að greinargerð um framvindu verkefnisins verði lögð fram í bæjarráði hið fyrsta.

3.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015

Málsnúmer 1411071Vakta málsnúmer

Sótt er um stuðning við Snorraverkefnið er lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

Bæjarráð hafnar erindinu.

4.Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014

Málsnúmer 1412013Vakta málsnúmer

Sótt er um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014, en það fór fram 21.-28. nóvember s.l.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk upp á kr. 15.000.

5.Erindi, tillögur og/eða ábendingar v. fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1409040Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur bæjarbúa, sjá 362. fund bæjarráðs frá 30. október 2014.

Bæjarstjóra er falið að svara þeim aðilum sem sendu inn ábendingar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

6.Almenningssamgöngur á Tröllaskaga

Málsnúmer 1408005Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um allan akstur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Bæjarráð telur rétt að boða fulltrúa Hópferðabíla Akureyrar á fund bæjarráðs.

7.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - 2015

Málsnúmer 1412022Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

8.Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 1412023Vakta málsnúmer

Eins og kveðið er á um í lánasamningi Vaðlaheiðarganga hf. og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf. að auka hlut sinn um 40 m.kr. ár hvert á árabilinu 2013 - 2017 eða um 200 m.kr.
Með tilkynningu og áskriftarblaði eru lagðar fram upplýsingar um forkaupsrétt hluthafa að Greiðri leið ehf.
Hlutur Fjallabyggðar er kr. 21.185.

Bæjarráð samþykkir hlutafjáraukninguna samhljóða.

9.Styrkumsóknir 2015 - Menningarmál

Málsnúmer 1409036Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir umsóknir um menningarstyrki á 11. fundi sínum 20. nóvember 2014 og gerði tillögu að menningarstyrkjum með hliðsjón af afgreiðslu bæjarráðs um rekstrarstyrki.
Tvær styrkumsóknir bárust að loknum umsóknarfresti og var þeim vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Tillaga markaðs- og menningarnefndar ásamt afgreiðslu bæjarráðs er upp á kr. 5.065.000.

Bæjarráð hafnar eftirfarandi styrkumsóknum:

1. Styrkumsókn frá Norrænafélaginu á Siglufirði.
2. Umsókn frá Þorsteini Ásgeirssyni, Ólafsfirði.
3. Umsókn frá Kolbeini Arnbjörnssyni.

Bæjarráð staðfestir framlag til Sigurhæða ses. samkvæmt samningi kr. 1.900.000.
Jafnframt kr. 500.000 til viðhalds samkvæmt samningi.
Bæjarráð boðar stjórn Sigurhæða ses. til fundar á fyrsta fundi á nýju ári til að ræða framtíðaruppbyggingu Sigurhæða ses.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknar frá Þjóðlagahátíð.

10.Styrkumsóknir 2015 - Frístundamál

Málsnúmer 1409037Vakta málsnúmer

Á 15. fundi Fræðslu- og frístundanefnd 24. nóvember var farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um frístundastyrki.

Nefndin samþykkti tillögu að upphæð kr. 1.660.000 vegna eftirfarandi umsókna:
Golfklúbbur Siglufjarðar, SNAG búnaður.
Samþykkt að gert verði ráð fyrir þessum búnaðarkaupum á stofnbúnarlið íþróttamiðstöðvarinnar, kr. 360.000.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, Skíðamót Íslands.
Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.
Herdís Erlendsdóttir, umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið.
Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 300.000.
Smástrákar, Unglingasveit Björgunarsv.
Samþykkt tillaga um styrkveitingu kr. 500.000.

Nefndin vísaði eftirfarandi umsóknum til bæjarráðs:
ÚÍF fasteignaskattur.
Golfklúbbur Ólafsfjarðar, hækkun á rekstarsamningi.
Golfklúbbur Siglufjarðar, hækkun á rekstarsamningi.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, Fjallaskíðamót. Þar sem umsóknin snýr að kynningar og markaðssetningu mótsins, sem er ætlað fullorðnum, telur nefndin verkefnið ekki falla undir styrkveitingu til ungmenna og æskulýðsstarfs.
Skíðafélag Ólafsfjarðar, hækkun á Þjónustusamningi.
Hestamannafélagið Gnýfari, rekstarsamningur.
Hestamannafélagið Glæsir, rekstarsamningur.
Hestamannafélagið Glæsir, fasteignaskattur.
KF, þjónustusamningur.
Hyrnan og Súlur, umsóknir um styrk fyrir salarleigu. Verkefnið fellur ekki undir styrkveitingu til ungmenna- og æskulýðsstarfs.

Nefndin synjaði fyrir sitt leyti umsókn frá Sævar Birgissyni, vegna heimsmeistaramóts í skíðagöngu, þar sem umsókn barst of seint.

Bæjarráð hefur áður samþykkt óbreytta upphæð til rekstrar og þjónustusamninga.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnir frá Hyrnunni og Súlum vegna salarleigu.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Sævar Birgisson, vegna heimsmeistaramóts í skíðagöngu um kr. 100.000.

Bæjarráð samþykkir að kannað verði eignarhald á SNAG búnaðinum fyrir næsta fund.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, vegna fjallaskíðamóts um kr. 100.000.

11.Styrkumsóknir 2015 - Ýmis mál

Málsnúmer 1409039Vakta málsnúmer

Neðanritaðir styrkir voru óafgreiddir í bæjarráði. Bæjarráð hafnar eftirfarandi umsóknum.
1. Hestamannafélagið Gnýfari.
Lýsing frá Brimvöllum 1 og að Faxavöllum 9.
2. Þórarinn Hannesson.
Markaðs og kynningarmál, kr. 250.000.
3. Sigurhæðir ses.
Viðgerðir og viðhald, kr. 900.000.

12.Fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1406040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áherslur er varðar viðhaldsverkefni fyrir árið 2015 og verkefni til framkvæmda á árinu 2015.
Einnig áherslur deildarstjóra tæknideildar er varðar framkvæmdir í gatna- og gangstéttagerð á árinu 2015.

Undir þessum dagskrárlið lagði Sólrún Júlíusdóttir fram eftirfarandi spurningar og óskar að þeim sé svarað skriflega áður en bæjarstjórn afgreiðir fjárhagsáætlun við seinni umræðu:

1. Forsendur fyrir viðhalds- og endurbótakostnaði í gatnagerð.
a. Hvert er fermetraverð á malbiki?
b. Hver er annar áætlaður kostnaður í gatnagerð, s.s. niðurföll, brunnar, jarðvegsskipti, lagnir o.s.frv.?

2. Gert er ráð fyrir 4,1 milljón í Ráðhúsið ofan á u.þ.b. þær 30m, sem þegar er búið að framkvæma í Ráðhúsinu.
a. Er það mat meirihlutans að þetta sé forgangsverkefni, umfram aðrar framkvæmdir, t.d. í umhverfismálum?

3. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í viðbyggingu á leikskólanum á Siglufirði.
a. Er það mat meirihlutans að ekki sé brýn þörf fyrir viðbyggingu?
b. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

4. Ekki er gert ráð fyrir að ráðast í byggingu líkamsræktarstöðvar á Ólafsfirði.
a. Hver er áætlaður byggingakostnaður slíkrar byggingar?

5. Hver er áætlaður heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna framkvæmda við Vesturtangann í heild sinni, tek það fram að þarna er á ferðinni mjög þarft verk, en engu að síður þarf heildarkostnaður að liggja fyrir?

6. Eru engin umhverfisverkefni fyrirhuguð í Ólafsfirði?

7. Grunnskóli Fjallabyggðar.
a. Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi á Siglufirði undir eitt þak?
b. Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda?
c. Óskað er eftir sparnaði í rekstri fasteigna?
d. Þá er óskað eftir að upplýst verði um aukinn fjármagnskostnað eða minni fjármagnstekjur vegna fjárfestingarinnar, sem kemur niður á rekstri bæjarsjóðs til framtíðar?
e. Hver er áætlaður gjaldfærður fyrningarkostnaður á ári vegna skólabygginga í Fjallabyggð?

8. Lausafjárstaða bæjarsjóðs.
a. Í ljósi gríðarlegra framkvæmda bæjarsjóðs á síðastliðnum árum, hver eru áhrifin á lausafjárstöðu bæjarins og telja menn hana viðunandi m.t.t. þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru í sveitarfélaginu?
b. Hvað telja stjórnendur bæjarins, ef horft er til daglegs rekstur og fyrirhugaðra framkvæmda, að handbært fé þurfi að vera mikið?

13.Rekstraryfirlit október 2014

Málsnúmer 1412011Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir 10 mánuði ársins 2014.
Rekstrarniðurstaða tímabils er 30,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -89,9 millj. miðað við -59,4 millj.
Tekjur eru 8,4 millj. lægri en áætlun, gjöld 36,5 millj. lægri og fjárm.liðir 2,4 millj. lægri.

14.Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Málsnúmer 1412018Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Póst- og Fjarskiptastofnun, dags. 20. nóvember um leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaranets.

15.Rekstur Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1411030Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun byggðarráðs Dalvíkurbyggðar frá 27. nóvember sl., er varðar eflingu skólastarfs og rekstur Menntaskólans á Tröllaskaga.

16.Til umsagnar - Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl., 258.mál

Málsnúmer 1412004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku.

17.Til umsagnar - Frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35.mál

Málsnúmer 1412006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um almannatryggingar.

18.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna

Málsnúmer 1411070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna.

19.Til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum

Málsnúmer 1411073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr, 100/2007, með síðari breytingum.

20.Fundagerðir stjórnar Róta bs.

Málsnúmer 1409001Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
6. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 9. september 2014.
7. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 15. september 2014.
8. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 30. september 2014.
9. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 14. október 2014.
10. fundur stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi dags. 11. nóvember 2014.

Fundi slitið.