Bæjarráð Fjallabyggðar

859. fundur 17. janúar 2025 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 2412015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á framkvæmdum árið 2024 sem ekki var lokið við á árinu en eru í vinnslu og færast að hluta til yfir á framkvæmdaárið 2025.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð leggur áherslu á að fylgt sé þeirri framkvæmdaáætlun sem samþykkt var i bæjarstjórn með fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og þeim framkvæmdum sem er ólokið vegna ársins 2024 verði lokið sem fyrst og því fylgt eftir.

2.Mannauðsstefna Fjallabyggðar - Tillaga að framkvæmd

Málsnúmer 2501018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti að skipað hefur verið í starfshóp starfsfólks stofnana til þess að hefja vinnu við mannauðsstefnu og verður boðað til fyrsta fundar starfshópsins í byrjun næstu viku. Í starfshópinn hafa verið tilnefndir tveir fulltrúar Grunnskóla (Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson), tveir fulltrúar frá Leikskóla (Sjöfn Ylfa Egilsdóttir og Helena Margrét Ásgerðardóttir), einn fulltrúi frá Hornbrekku (Nanna Árnadóttir) og einn fulltrúi bæjarskrifstofu (Hulda Magnúsdóttir).
Samþykkt
Í samræmi við tillögur Strategíu í stjórnsýslu - og rekstrarúttekt er vinna við mannauðsstefnu hafin og er starfshópi falið að leggja fram tillögur að úrbótum varðandi mannauðsmál og starfsumhverfi líkt og úttektin gerir ráð fyrir.

3.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Í tengslum við fyrirhugaða uppfærslu og breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar sem tekin var til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar óskar bæjarstjóri eftir heimild til vinnu við uppfærslu á erindisbréfum í samræmi við fyrirhugaðar breytingar.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að stýra vinnu með deildarstjórum og formönnum nefnda við tillögur að breytingum á erindisbréfum nefnda í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar.

4.Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - umsóknir um starf.

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Þrír umsækjendur voru um starf sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs. Að fengnu mati frá ráðningarskrifstofu kemur fram að einn umsækjandi uppfyllti öll skilyrði auglýsingar um starfið og hefur bæjarstjóri ásamt ráðningaskrifstofu tekið viðtal við viðkomandi umsækjanda.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2025

Málsnúmer 2501024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda snjókross keppni helgina 14.-16. febrúar innanbæjar í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en fer fram á að Vélsleðafélagið skili svæðinu, eins og kostur er, í sama ástandi og það var áður en kom til snjóflutninga og sérstaklega lögð áhersla á að aðskotahlutir verði fjarlægðir þegar færi gefst.

6.Beiðni um að aflétt verði tímabundið bann við innakstri - Ægisgata

Málsnúmer 2501030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir því að banni við innakstri á götunni við MTR/Ægisgötu í Ólafsfirði verði aflétt tímabundið á meðan Siglómót í blaki fer fram helgina 14.-15.febrúar n.k. þar sem vélsleðamót fer fram sömu helgi. Með þessu móti væri hægt að tryggja öruggara aðgengi að íþróttahúsinu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur umhverfis- og tæknideild að útfæra og afgreiða.

7.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnisblöð bæjarstjóra vegna funda með starfsmönnum umhverfis - og tæknideildar um framkvæmdastöðu og verkefni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 148.fundar fræðslu - og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 13. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.