Beiðni um að aflétt verði tímabundið bann við innakstri - Ægisgata

Málsnúmer 2501030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 859. fundur - 17.01.2025

Fyrir liggur erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir því að banni við innakstri á götunni við MTR/Ægisgötu í Ólafsfirði verði aflétt tímabundið á meðan Siglómót í blaki fer fram helgina 14.-15.febrúar n.k. þar sem vélsleðamót fer fram sömu helgi. Með þessu móti væri hægt að tryggja öruggara aðgengi að íþróttahúsinu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur umhverfis- og tæknideild að útfæra og afgreiða.