Málsnúmer 2207009Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dagsett 5. júlí 2022, þar sem Lánasjóður sveitarfélaga ohf. óskar eftir upplýsingum sbr. lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Í samræmi við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun þá ber Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 140/2018 þá gerir Lánasjóðurinn kröfu um að einstaklingar, prókúruhafar og aðrir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavina gagnvart fjármálafyrirtæki, þm.t. framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sanni á sér deili með framvísun á gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum. Þá þurfa lögaðilar að sanna deili á sér með upplýsingum úr Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Í ljósi þess sem kemur fram í minnisblaði deildarstjóra leggur bæjarráð áherslu á að gangstéttaframkvæmdir sem ekki eru háðar deiliskipulagi Aðalgötu Ólafsfirði verði boðnar út hið fyrsta.
Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir því að gerð gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.