Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2206068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Lagt fram erindi frá Smára Jónasi Lúðvíkssyni verkefnastjóra umhverfismála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 22. júní 2022.

SSNE leggur það til að ráðist verði sameiginlega í þrjú verkefni þar sem niðurstaðan verði samræmd eða sameiginleg „samþykkt um meðhöndlun úrgangs“, samræmt útlit, uppsetning og einingar gjaldskráa sem standast kröfur borgað þegar hent er; BÞHE. Einnig að farið verði í sameiginlega vinnu við gerð samræmdra útboðsgagna fyrir sorphirðuþjónustu þannig að gögn byggi á sömu verklýsingum og ákvæðum þar sem það á við, þetta verkefni getu síðan leitt til frekara samstarfs einstakra sveitarfélaga ef þau kjósa svo.

Hér með óskar SSNE eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs.
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun og samræmingu á uppsetningu gjaldskráa.
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um samræmda uppsetningu útboðsgagna.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna greinargerð um málið og leggja fram undir bæjarráð fyrir sumarleyfi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11.07.2022

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dagsett 4. júlí 2022 varðandi verkefnið um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar umsögn deildarstjóra og felur honum að vinna málið áfram í samráði við nýjan bæjarstjóra.