1.Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun
2.Fjölþætt heilsuefling 65 í Fjallabyggð - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
3.Endurskoðun á siðareglum bæjarfulltrúa
4.Upptökur á fundum bæjarstjórnar
5.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna
6.Söfnunar- og útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar
7.Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020
8.Hugmyndir að C-1 verkefnum
9.Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021
10.Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
11.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - óvissa um tekjur á árinu 2020.
12.Frá nefndasviði Alþingis - 14. mál til umsagnar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
13.Frá nefndasviði Alþingis - 15. mál til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála
14.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar
15.Frá nefndasviði Alþingis - 11. mál til umsagnar - Breyting á barnalögum, nr. 76/2003
16.Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi
17.Fundargerðir - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2020
18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020
Fundi slitið - kl. 09:45.
Reiknað er með því að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði hækki óverulega á milli ára, gjaldskrár hækki almennt um vænta verðlagsþróun, álagningarprósentur verði óbreyttar og launakostnaður hækki í samræmi við mat á kostnaði vegna launahækkana og breytts vinnufyrirkomulag samkvæmt kjarasamningum.
Niðurstaða rammaáætlunar leiðir í ljós að áhrif af Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins eru veruleg en einnig að staða sveitarfélagsins er sterk, þökk sé góðum rekstrarárangri undanfarinna ára.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.