Bæjarráð Fjallabyggðar

671. fundur 13. október 2020 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2007004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags 09.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 auk verkefnalista og tímasetninga vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2020

Málsnúmer 2001113Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til september 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 105.659.801 eða 100,63% af tímabilsáætlun.

3.Launayfirlit tímabils - 2020

Málsnúmer 2002025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til september.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2010022Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2001014Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 09.10.2020 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að ráða starfsmann sem sinnt hefur starfi yfirmanns umhverfismála áfram til áramóta og í framhaldinu verði gert ráð fyrir stöðunni á fjárhagsárinu 2021.

Launakostnaður frá 16. október til áramóta er áætlaður kr. 1.072.060.-

Bæjarráð samþykkir að ráða starfsmann í fullt starf við þjónustumiðstöð til áramóta.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 28/2020 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 869.824.- við deild 33110 og lykil 1110 og kr. 202.236. við deild 33110, lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

6.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir frá fiskvinnslustöðvum og útgerðaraðilum varðandi umsókn um sérreglur sveitarfélagsins til ráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2020/2021.

Bæjarráð samþykkir að vinna tillögu að útfærslu að sérreglum í samræmi við umræður fundarins og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 15. október nk.

7.Áhyggjur Skíðafélags Siglufjarðar - Skíðaborg af framkvæmdum í Skarðsdal

Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Garðars Steingrímssonar fh. Skíðafélags Siglufjarðar - Skíðaborg (SSS), dags. 07.10.2020 er varðar áhyggjur skíðafélagsins af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi vegna snjóflóðahættu sem SSS telur að skaði ímynd skíðasvæðisins og þróun gestafjölda. Þá óskar SSS eftir upplýsingum um stöðu og áætluð verklok vegaframkvæmda, ásamt nauðsynlegum breytingum á lyftum og lyftuhúsum, lýsingu og skíðaskála.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindið á stjórn Leyningsáss ses., enda ber stofnunin ábyrgð á uppbyggingu og rekstri skíðasvæðisins.

8.Endurskoðun hættumats undir leiðgarði/leiðigörðum

Málsnúmer 2010008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Veðurstofu Íslands, dags. 01.10.2020 er varðar endurskoðun hættumats vegna snjóflóða undir varnargörðum í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar sl. Á Siglufirði verður hættumat endurmetið á leiðigarði undir Strengsgiljum og Jörundarskál og í Ólafsfirði við Hornbrekku.

9.Ákall - Björgum Siglunesi

Málsnúmer 2010012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi landbroti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október þar sem fram kemur nauðsyn þess að gerður verði varnargarður norðan nessins með stálþili og björgum úr nærliggjandi fjöllum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Veggöng í Fjallabyggð

Málsnúmer 2010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 18.09.2020 til Vegagerðarinnar í framhaldi af eftirlitsferð Samgöngustofu í jarðgöng í Fjallabyggð þann 16. september sl.

Í erindi Samgöngustofu kemur fram að jarðgöng í Fjallabyggð uppfylla ekki að fullu öryggiskröfur reglugerðar nr. 992/2007 um öryggiskröfur í fyrir jarðgöng né er að fullu farið eftir þeim öryggiskröfum sem útlistaðar eru í Handbók N500. Einnig kemur fram að gæðakerfishugsun sé ekki að fullu til staðar, þ.e. ekki er að fullu farið eftir verklagsreglum um viðhald í jarðgöngum. Nokkuð vantar upp á að farið sé eftir gátlistum og tímasetningar virtar og þá er skrásetningu og staðfestingum ábótavant.

Samgöngustofa óskar eftir við Vegagerðina, tímasettum úrbótum fyrir göngin og úrbótaáætlunum varðandi hlítni við verklagsreglur um rekstur og viðhald gangnanna.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir.
90. fundar Fræðslu- og frístundanefndar frá 5. október sl.
68. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 7. október sl.
22. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 9. október sl.

Fundi slitið - kl. 09:45.