Bæjarráð Fjallabyggðar

161. fundur 25. febrúar 2010 kl. 12:15 - 14:15 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2009/2010

Málsnúmer 1002010Vakta málsnúmer

Á 31. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar, voru samþykktar tillögur að sérúthlutunarreglum Fjallabyggðar vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010.

Nefndin telur best að halda sig að mestu leyti við þær reglur sem voru í gildi við síðustu úthlutun, þó með breytingum hvað varðar hámark og vinnslu afla. Nefndin gerir tillögur að eftirfarandi sérákvæðum:

 1. Að setningin "Við úthlutun skal ekkert fiskiskip hljóta meira en 15 þorskígildislestir" í 1. mgr. 4. greinar breytist þannig að fyrir Siglufjörð verði hámarkið 50 þorskígildislestir en 25 þorskígildislestir fyrir Ólafsfjörð.
2.  Að í stað orðalagsins "hlutaðeigandi byggðarlaga" í upphafi 6. greinar reglugerðar nr. 82/2010 komi "sveitarfélagsins".  
Greinin orðist því þannig breytt: "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu".
3.  Að setningin í 6. grein "Með vinnslu skv. 1. mgr. er átt við flökun eða flatningu" breytist og orðist svo "Með vinnslu skv. 1. mgr. er átt við flökun, flatningu eða herslu".

 

Bæjarráð samþykkir tillögur að sérúthlutunarreglum.

2.Beiðni um rökstuðning

Málsnúmer 1002102Vakta málsnúmer

Í erindi Ingvars Erlingssonar er óskað eftir skriflegum rökstuðningi fyrir ákvörðunum um skipulagsbreytingar í fræðslustofnunum og þjónustumiðstöðvum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að fela þróunarstjóra að svara erindinu.

3.Ósk menningarnefndar að auglýsa eftir bæjarlistamanni 2010

Málsnúmer 1002119Vakta málsnúmer

Menningarnefnd hefur lagt fram beiðni um að auglýsa strax eftir bæjarlistamanni fyrir árið 2010.
Bæjarráð samþykkir að veita þá heimild og einnig undanþágu frá 3. grein vegna þessa árs.
Leiðrétta þarf bókun samþykktar í bæjarstjórn í 2. grein reglna, þar sem brott átti að falla "og skal greiddur hjá starfsmannadeild sveitarfélagsins".

4.Þjóðaratkvæðagreiðsla 6.mars 2010 - Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá þjóðskrá

Málsnúmer 1002115Vakta málsnúmer

Frá dóms- og mannréttindaráðuneyti, hefur borist kjörskrárstofn frá Þjóðskrá, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.
Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 27. febrúar 2010.
Fjöldi á kjörskrá í Fjallabyggð samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 13. febrúar 2010, er 1618.
Gera þarf leiðréttingu vegna einstaklinga sem fallið hafa frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru því
í kjördeild á Siglufirði, samtals 960, þar af búsettir erlendis 28

í kjördeild í Ólafsfirði, samtals 655, þar af búsettir erlendis 16

eða alls 1615 á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.
Kjörstaðir verða í ráðhúsinu á Siglufirði og gagnfræðaskólahúsnæinu í Ólafsfirði.

5.Samningur um vélaþjónustu

Málsnúmer 1001113Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi um vélaþjónustu við Sölva Sölvason með 3ja mánaða fyrirvara frá 1. mars 2010.

6.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi UÍF-Hóll

Málsnúmer 1002049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Siglufirði vegna umsóknar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar um rekstrarleyfi, til handa íþróttamiðstöðvar ÚÍF að Hóli.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti.

7.Sundleikfimi í Sundlaug Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1002120Vakta málsnúmer

Í erindi sundhóps er óskað eftir því að leiga fyrir sundlaug vegna sundleikfimi sé felld niður.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til frístundanefndar.

8.Kynningarfundur og boð um samstarf vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga

Málsnúmer 1002104Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um kynningarfund og samstarf vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu fatlaðra til sveitarfélaga, til félagsmálanefndar.

9.Staðgreiðsluuppgjör 2009

Málsnúmer 1002084Vakta málsnúmer

Samkvæmt staðgreiðsluuppgjöri fyrir árið 2009 eru staðgreiðslutekjur ársins, þ.e. útsvar, 718 milljónir, 257 þúsund, 888. 
Áætlun ársins gerði ráð fyrir 720 milljónum.

10.Húsnæðismál framhaldsskólans við utanverðan Eyjafjörð.

Málsnúmer 1002126Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við mennta- og menningarmálaráðuneytið um húsnæði undir starfsemi framhaldsskólans við utanverðan Eyjafjörð.

11.Fundargerð 124. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 1002108Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.