Byggðakvóti fiskveiðiársins 2009/2010

Málsnúmer 1002010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 161. fundur - 25.02.2010

Á 31. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar, voru samþykktar tillögur að sérúthlutunarreglum Fjallabyggðar vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010.

Nefndin telur best að halda sig að mestu leyti við þær reglur sem voru í gildi við síðustu úthlutun, þó með breytingum hvað varðar hámark og vinnslu afla. Nefndin gerir tillögur að eftirfarandi sérákvæðum:

 1. Að setningin "Við úthlutun skal ekkert fiskiskip hljóta meira en 15 þorskígildislestir" í 1. mgr. 4. greinar breytist þannig að fyrir Siglufjörð verði hámarkið 50 þorskígildislestir en 25 þorskígildislestir fyrir Ólafsfjörð.
2.  Að í stað orðalagsins "hlutaðeigandi byggðarlaga" í upphafi 6. greinar reglugerðar nr. 82/2010 komi "sveitarfélagsins".  
Greinin orðist því þannig breytt: "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu".
3.  Að setningin í 6. grein "Með vinnslu skv. 1. mgr. er átt við flökun eða flatningu" breytist og orðist svo "Með vinnslu skv. 1. mgr. er átt við flökun, flatningu eða herslu".

 

Bæjarráð samþykkir tillögur að sérúthlutunarreglum.