Kostnaður og tekjur vegna meðhöndlunar úrgangs - óskað eftir þátttöku sveitarfélaga.

Málsnúmer 2311055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 813. fundur - 04.12.2023

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.

Markmið verkefnisins er að ná betri yfirsýn yfir kostnað sveitarfélaga í málaflokknum,hvernig hann hefur verið að þróast síðastliðin ár og út frá niðurstöðum leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar.