30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana

Málsnúmer 2310008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Lagt fram erindi Þorgríms Þráinssonar um 30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 828. fundur - 23.04.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Þorgríms Þráinssonar um verkfærakistuna 30 hugmyndir. Erindi Þorgríms er hvatning til kjörinna fulltrúa að ýta einhverri af hugmyndunum úr vör, ekki síst með hagsmuni og framtíð ungu kynslóðarinnar að leiðarljósi.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til umsagnar Ungmennaráðs, Fræðslu- og frístundanefndar og Öldungaráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 03.06.2024

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Þorgrími Þráinssyni fyrir erindið og þessar frábæru hugmyndir sem eru í formi verkefnakistu. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að senda hugmyndirnar á leik- og grunnskóla og hvetja skólana til að skoða og nýta eftir því sem við á.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 41. fundur - 28.11.2024

Lagt fram til kynningar og umræðu.
Vísað til bæjarráðs
Farið yfir 30 hugmyndir til að virkja samfélagið frá Þorgrími Þráinssyni.
Ungmennaráði líst vel á margar af þessum hugmyndum og t.d. mundi ráðið vilja sjá sveitarfélagið gera börnum og ungmennum kleift að rækta matjurtir yfir sumartímann með þar til gerðum matjurtagörðum / skólagörðum.
Einnig ræddi ráðið um hvatningu til betri heilsu og hreyfingar ungmenna og telur að með betri aðstöðu í líkamsræktum Fjallabyggðar sé hægt að efla áhuga ungmenna og almennings til heilsuræktar. Einnig mætti efla fræðslu um heilsu og næringu.
Ýmislegt annað varðandi nám og félagslega þætti rætt.