Ungmennaráð Fjallabyggðar

41. fundur 28. nóvember 2024 kl. 10:30 - 11:45 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Alex Helgi Óskarsson Aðalmaður
  • Hanna Valdís Hólmarsdóttir Aðalmaður
  • Víkingur Ólfjörð Daníelsson Aðalmaður
  • Steingrímur Árni Jónsson Aðalmaður
  • Sverrir Freyr Lúðvíksson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi
Á fundinn voru bæði aðal- og varamenn Ungmennaráðs boðaðir.
Varamennirnir sem mættu voru:
Tinna Hjaltadóttir
Ólafur Styrmir Ólafsson
Auður Guðbjörg Gautadóttir
Ásdís Ýr Kristinsdóttir.

1.Ungmennaráð 2024-2025

Málsnúmer 2411007Vakta málsnúmer

Kynning á ungmennaráði og hlutverki þess
Ungmennaráð kaus formann ráðsins og er Víkingur Ólfjörð Daníelsson formaður og Alex Helgi Óskarsson varaformaður.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir samþykktir fyrir ungmennaráð með fundarmönnum.

2.30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu.
Vísað til bæjarráðs
Farið yfir 30 hugmyndir til að virkja samfélagið frá Þorgrími Þráinssyni.
Ungmennaráði líst vel á margar af þessum hugmyndum og t.d. mundi ráðið vilja sjá sveitarfélagið gera börnum og ungmennum kleift að rækta matjurtir yfir sumartímann með þar til gerðum matjurtagörðum / skólagörðum.
Einnig ræddi ráðið um hvatningu til betri heilsu og hreyfingar ungmenna og telur að með betri aðstöðu í líkamsræktum Fjallabyggðar sé hægt að efla áhuga ungmenna og almennings til heilsuræktar. Einnig mætti efla fræðslu um heilsu og næringu.
Ýmislegt annað varðandi nám og félagslega þætti rætt.

3.Ósk um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna

Málsnúmer 2411005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Erindið lagt fram til kynningar. Ungmennaráð er sammála um að heppilegasta leiðin til að nálgast börn og unglinga með kynningar sé á stafrænu formi s.s. með myndbandskynningum. Einnig er ráðið sammála því að mikilvægt sé að hafa börn og ungmenni með í ráðum þegar fjallað er um málefni sem varðar þau svo og stefnumótun og breytingar.

Fundi slitið - kl. 11:45.