Framlenging á samningi um skóla- og frístundaakstur 2019-2022

Málsnúmer 2205052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 743. fundur - 19.05.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 13. maí 2022, þar sem fram kemur að samningur við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur, rennur út 19. ágúst 2022 eftir þriggja ára gildistíma. Í vinnuskjalinu er lagt til að heimild um framlengingu á samningi verði nýtt þannig að nýr gildistími samnings verði til 19. ágúst 2023 samkvæmt heimildarákvæði í samningi.

Einnig eru lögð fram drög að framlengingu samnings um skóla- og frístundaakstur 2019-2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að nýta heimildarákvæði verksamnings um framlengingu og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 787. fundur - 25.04.2023

Þjónustusamningur um skólaakstur í Fjallabyggð rann út í 19. ágúst 2022 og var hann framlengdur fyrir skólaárið 2022-2023. Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar um eitt ár. Lagt er til að nýta framlengingarákvæði samnings og framlengja hann til eins árs í viðbót eða til 19. ágúst 2024.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að framlengja samning um skóla- og frístundakstur um eitt ár. Bæjarráð óskar að unnið verði að áætlun um hvernig skóla- og frístundaakstri verði háttað þegar færsla 5. bekkjar kemur til.