Bæjarráð Fjallabyggðar

787. fundur 25. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni fræðslu-, frístunda- og menningarmála 2023

Málsnúmer 2302061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir komuna á fundinn og yfirferð á málefnum deildarinnar.

2.Framlenging á samningi um skóla- og frístundaakstur 2019-2022

Málsnúmer 2205052Vakta málsnúmer

Þjónustusamningur um skólaakstur í Fjallabyggð rann út í 19. ágúst 2022 og var hann framlengdur fyrir skólaárið 2022-2023. Heimilt er að framlengja samninginn tvisvar um eitt ár. Lagt er til að nýta framlengingarákvæði samnings og framlengja hann til eins árs í viðbót eða til 19. ágúst 2024.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að framlengja samning um skóla- og frístundakstur um eitt ár. Bæjarráð óskar að unnið verði að áætlun um hvernig skóla- og frístundaakstri verði háttað þegar færsla 5. bekkjar kemur til.

3.Beiðni um fjármögnun á kaupum á gróðurhúsi fyrir íbúa Hornbrekku

Málsnúmer 2304042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi f.h. íbúa- og starfsmanna á Hornbrekku, þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa gróðurhús frá Bambahús sem staðsett yrði hér fyrir utan Hornbrekku. Mikill áhugi er fyrir því að rækta plöntur og matjurtir og margir íbúanna með græna fingur og hefur sú umræða vaknað reglulega hversu gott það væri ef við ættum gróðurhús til að mæta þessum áhuga.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að gróðurhúsið verði tekið inn í Hátindsverkefnið. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum f.h. sveitarfélagsins.

4.Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 2208062Vakta málsnúmer

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2023. Umsóknir Fjallabyggðar um styrki vegna "Gönguleiðar að Selvíkurvita og rústum Evangers 1. hluti" og "Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar" voru samþykktar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með styrkina og felur bæjarstjóra að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins og koma verkefnunum í farveg.

5.Uppfærsla forgangsreglna við snjómokstur

Málsnúmer 2303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar og uppfærðar forgangsreglur við snjómokstur í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur áherslu á að uppfærð forgangsröðun snjómoksturs sé áfram aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Þá er óskað eftir því að deildarstjóri tæknideildar og verkstjóri í Þjónustumiðstöð leggi fyrir bæjarráð lista af snjósöfnunarsvæðum í sveitarfélaginu fyrir næsta vetur.
Bæjarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsnefndar að útfærðar verði forgangsreglur um snjómokstur göngustíga.

6.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023

Málsnúmer 2304040Vakta málsnúmer

Fundarboð Landskerfis bókasafna hf. lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 125. fundar fræðslu- og frístundanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.