Bæjarráð Fjallabyggðar

743. fundur 19. maí 2022 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að samstarfssamningi um samráð og samstarf um félagslega þjónustu. Markmið samningsins er að efla félagsþjónustu sveitarfélaganna með samráði og samstarfi sín á milli.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Framlenging á samningi um skóla- og frístundaakstur 2019-2022

Málsnúmer 2205052Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 13. maí 2022, þar sem fram kemur að samningur við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur, rennur út 19. ágúst 2022 eftir þriggja ára gildistíma. Í vinnuskjalinu er lagt til að heimild um framlengingu á samningi verði nýtt þannig að nýr gildistími samnings verði til 19. ágúst 2023 samkvæmt heimildarákvæði í samningi.

Einnig eru lögð fram drög að framlengingu samnings um skóla- og frístundaakstur 2019-2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að nýta heimildarákvæði verksamnings um framlengingu og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ljúka málinu.

3.Norðurlands Jakinn - aflraunamót

Málsnúmer 2205021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Félags Kraftamanna dags. 3. maí 2022, þar sem kemur fram að stefnt sé að því að halda aflraunamótið „Norðurlands Jakinn“ dagana 20. - 21. ágúst nk. víðs vegar um Norðurland. Sveitarfélaginu er boðið að taka þátt og er óskað eftir styrk í formi gistingar, aðgangs í sund og máltíðar auk peningastyrks að upphæð kr. 200.000.-.
Bæjarráð þakkar erindið en samþykkir að sitja hjá að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 08:45.