Fyrirspurn/erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283. fundur - 06.04.2022

Lagt fram erindi Brimbrettafélags Íslands, dagsett 4. apríl 2022, um áform Fjallabyggðar er varðar efnistöku- og efnislosunarsvæði innan athafnasvæði á Ólafsfirði.
Reitur 328 E á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Umræddur reitur er hugsaður fyrir efnislosun vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar.
Nefndin felur tæknideild að bjóða félaginu að koma á fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 04.05.2022

Fulltrúum Brimbrettafélags Íslands var boðið að koma á fund nefndarinnar, sbr. bókun 283. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin þakkar Steinarri Lár Steinarssyni, formanni Brimbrettafélags Íslands og Aðalheiði Ýr Thomas fyrir komuna og upplýsandi kynningu og fróðleik um sérstöðu öldunnar neðan við Brimnestöng í Ólafsfirði.
Nefndin leggur til að samráð verði haft við brimbrettasamfélagið ef til landfyllingar og annarra framkvæmda kemur á svæðinu.
Nefndin þakkar þeim sérstaklega fyrir brimbretti sem þau færðu bæjarfélaginu að gjöf, en þróun og hönnun brettisins miðast við aðstæður öldunnar í Ólafsfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Tekin fyrir bókun bæjarstjórnar frá 11. maí 2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við tæknideild var falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um afmörkun lóðar og tillögu að skipulagi á aðstöðu fyrir brimbrettafólk, fólk sem stundar sjóböð og aðra ferðamenn norðan við núverandi mörk deiliskipulags við Námuveg.
Afmörkuð verði lóð í samræmi við Aðalskipulag (þar er búið að merkja sem athafnasvæði).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagt verði svæði (Reitur 302 AT) norðan námuvegar.
Nefndin vísar málinu til bæjarráðs vegna fjármögnunar á deiliskipulagsvinnu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Erindi frestað.
Afgreiðslu frestað

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á svæðinu, nánar tiltekið reit 302 norðan Námuvegar í Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður vegna vinnunnar er um 1 milljón króna og er gert ráð fyrir að verkið sé unnið í samvinnu með skipulagsfulltrúa Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir umsögn sína og samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun kr. 1.000.000,- fyrir deiliskipulagsvinnu.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að útbúa viðauka fyrir fjárfestingunni og setja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 754. fundur - 15.08.2022

Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. þá hefur deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála útfært viðaukabeiðnina.

Viðauki nr. 16 við fjárhagsáætlun 2022 þar sem áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu er kr. 1.000.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 16/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.000.000,- vegna skipulagsvinnu við athafnasvæði Ólafsfirði, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.