Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

284. fundur 04. maí 2022 kl. 16:30 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Fyrirspurn um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Fulltrúum Brimbrettafélags Íslands var boðið að koma á fund nefndarinnar, sbr. bókun 283. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin þakkar Steinarri Lár Steinarssyni, formanni Brimbrettafélags Íslands og Aðalheiði Ýr Thomas fyrir komuna og upplýsandi kynningu og fróðleik um sérstöðu öldunnar neðan við Brimnestöng í Ólafsfirði.
Nefndin leggur til að samráð verði haft við brimbrettasamfélagið ef til landfyllingar og annarra framkvæmda kemur á svæðinu.
Nefndin þakkar þeim sérstaklega fyrir brimbretti sem þau færðu bæjarfélaginu að gjöf, en þróun og hönnun brettisins miðast við aðstæður öldunnar í Ólafsfirði.

2.Fyrirspurn um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2203085Vakta málsnúmer

Steven Richard Lewis var boðið að koma á fund nefndarinnar, sbr. bókun 283. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Aðalheiður Ýr Thomas mun mæta í hans stað.
Sjá bókun 1. liðar.

3.Erindi - Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 20.04.2022, frá Sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju þar sem óskað er eftir fundi með Skipulags- og umhverfisnefnd varðandi nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Formaður sóknarnefndar, Anna María Guðlaugsdóttir, mun mæta á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fyrir komuna á fundinn.
Nefndin felur tæknideild að taka saman álitleg svæði undir nýjan kirkjugarð að teknu tilliti til umræðu nefndar og fá álit sóknarnefndar á þeim stöðum.

4.Tillaga að breyttu deiliskipulagi á Leirutanga

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Bás ehf. um breytingu á deiliskipulagi Leirutanga. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga, þar eru iðnaðarlóðirnar Egilstangi 1 (L142476) og Egilstangi 5 (L174871.) Breytingin felst m.a. í lóðarstækkun þar sem Egilstangi 1 stækkar úr 2205 m² í 7911 m², tilfærslu á götu, bílastæðum og gönguleið. Gert er ráð fyrir að jarðvegsmön verði komið fyrir á norður og vestur lóðarmörkum Egilstanga 1. Breytingin kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemd. Gert verði ráð fyrir gróðurbelti við suðurmörk á svæðinu sem myndar náttúrulega mön. Nefndin felur tæknideild að vinna breytingartillöguna áfram með Bás ehf. og vinna breytingu á aðalskipulagi samhliða.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Bæri

Málsnúmer 2204073Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 20.04.2022, þar sem Bragi Sigurður Óskarsson sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Bæri, L233396.
Samþykkt

6.Umsókn um byggingarleyfi - Hvanneyrarbraut 61

Málsnúmer 2107052Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 22.07.2021, þar sem Særún Hlín Laufeyjardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á glugga á Hvanneyrarbraut 61, Siglufirði.
Samþykkt

7.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Hafnartún 2

Málsnúmer 2204100Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning, dagsett 26.04.2022, þar sem Byggingarfélagið Berg ehf. tilkynnir fyrirhugaðar framkvæmdir utanhúss á Hafnartúni 2, Siglufirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um frest - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 2104046Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn, dagsett 26.04.2022, þar sem Sævar Birgisson óskar eftir fresti til að hefja framkvæmdir á áður úthlutaðri lóð að Bakkabyggð 4.
Nefndin samþykkir að veita frest til 6 mánaða.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 16

Málsnúmer 2204039Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 11.04.2022, þar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Suðurgötu 16, L142900.
Samþykkt

10.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 18

Málsnúmer 2204040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 11.04.2022, þar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Suðurgötu 18, L142901.
Samþykkt

11.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 20

Málsnúmer 2204041Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 11.04.2022, þar sem Jón Sæmundur Sigurjónsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Suðurgötu 20, L142902.
Samþykkt

12.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Ægisgata 32

Málsnúmer 2204092Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 25.04.2022, þar sem Agnes Vaka Steindórsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Ægisgötu 32, L151315.
Samþykkt

13.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 65

Málsnúmer 2204099Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 26.04.2022, þar sem Guðrún Blöndal sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Háveg 65, L142516.
Samþykkt

14.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 5b

Málsnúmer 2204102Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 27.04.2022, þar sem Siglo Cabin ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Norðurgötu 5b, L142835.
Samþykkt

15.Lausaganga katta

Málsnúmer 2101098Vakta málsnúmer

Mál lagt fram að nýju.
Lagt fram minnisblað tæknideildar.
Erindi frestað til næsta fundar.

16.Efnistaka í Þjófavaðshyl, Ólafsfjarðará

Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 02.05.2022, þar sem Veiðifélag Ólafsfjarðar sækir um leyfi fyrir efnistöku úr Þjófavaðshyl í Fjarðará og til að fjarlægja efnishólma á milli Hringverskots og Kálfsár í Fjarðará, Ólafsfirði. Fyrir liggur leyfi Fiskistofu fyrir verkinu.
Erindi samþykkt.

17.Strenglagnir - Ólafsfjörður

Málsnúmer 2204076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áform Rarik hf., innsent 20. apríl 2022, um að plægja fyrir strenglögn í Ólafsfirði í sumar, frá Hólkoti að Bakka og mun strenglögnin leysa af hólmi núverandi loftlínu sem verður fjarlægð.
Erindi lagt fram.
Í tilefni þess að þetta er síðasti fundur nefndarinnar á þessu kjörtímabili þá langar mig til að þakka samstarfsfólki mínu í nefndinni og starfsfólki tæknideildar fyrir ánægjulegt samstarf. Helgi Jóhannsson.

Við undirrituð tökum undir þakkir til nefndarfólks og starfsfólks tæknideildar fyrir gott samstarf. Nanna Árnadóttir, Ægir Bergsson, Hjördís H. Hjörleifsdóttir og Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.

Fundi slitið - kl. 18:30.