Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

286. fundur 06. júlí 2022 kl. 16:00 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Fyrirspurn/erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Tekin fyrir bókun bæjarstjórnar frá 11. maí 2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við tæknideild var falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um afmörkun lóðar og tillögu að skipulagi á aðstöðu fyrir brimbrettafólk, fólk sem stundar sjóböð og aðra ferðamenn norðan við núverandi mörk deiliskipulags við Námuveg.
Afmörkuð verði lóð í samræmi við Aðalskipulag (þar er búið að merkja sem athafnasvæði).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagt verði svæði (Reitur 302 AT) norðan námuvegar.
Nefndin vísar málinu til bæjarráðs vegna fjármögnunar á deiliskipulagsvinnu.

2.Erindi - Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að mögulegum svæðum fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.
Tæknideild falið að skilgreina og greina kosti og galla fyrir hvern stað fyrir sig og einnig kalla eftir afstöðu sóknarnefndar Ólafsfjarðar á tillögunum þegar þær liggja fyrir.

3.Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn

Málsnúmer 2206058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 10.06.2022, þar sem landeigandi, Guðmundur Pálsson, sækist eftir framkvæmdaleyfi til gerðar varnagarða gegn landbroti við Sandvelli, Héðinsfirði, í samráði við Landgræðslu ríkisins.
Fyrir liggur leyfi Fiskistofu fyrir framkvæmdinni ásamt umsögnum Veiðifélags Héðinsfjarðar og Umhverfisstofnunar.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda, þeirra jarða sem vélar og tæki þurfa að fara um, liggi fyrir.

4.Deiliskipulag - Leirutangi

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Leirutanga. Svæðið sem breytingin nær til er norðaustast á Leirutanga, þar eru iðnaðarlóðirnar Egilstangi 1 (L142476) og Egilstangi 5 (L174871.) Breytingin felst m.a. í lóðarstækkun þar sem Egilstangi 1 stækkar úr 2205 m² í 7911 m², tilfærslu á götu, bílastæðum og gönguleið. Gert er ráð fyrir að jarðvegsmön verði komið fyrir á norður og vestur lóðarmörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti verður komið fyrir sunnan megin.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna;

Skilgreina þarf hæð á jarðvegsmönum að lágmarki 3 metrar.

Í kafla 4.2.2: Við 2. málsgrein bætist: Lóðarhöfum Egilstanga 1 er skylt að reisa jarðvegsmanir meðfram norður- og vesturlóðamörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti við suðurlóðamörk Egilstanga 1 og 5. Tilgangur gróðurbeltisins er að mynda náttúrulega mön við lóðamörk að sunnanverðu.
Gróður gerð skal ákveðin af sveitarfélagi og lóðarhöfum.
Gera þarf sömu breytingu á kafla. 4.2.6 varðandi jarðvegsmanir.
Skilgreining á frágangi breytist ekki.

5.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum.
Tæknideild falið að svara og taka afstöðu til athugasemda og umsagna í samvinnu við hönnuði og Vegagerðina.

6.Umsókn um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2207002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 30.06.2022, um áform RARIK ohf. að leggja ljósleiðara frá borholum í Skútudal og að húsnæði RARIK við Vesturgötu 10, með viðkomu á flugvellinum og ljóðleiðaranum frá Skarðsdal. Óskað er eftir leyfi landeiganda (L143100) fyrir þessari ljósleiðaralögn sem verður plægð.
Erindi samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

7.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2207003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 30.06.2022, þar sem RARIK ohf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir varaaflsvél fyrir dælur í gámi sem staðsettur verður á flugvellinum ásamt litlu húsi fyrir spenni, sbr. uppdrátt 2022-0064-0600.
Stöðuleyfi samþykkt. Tæknideild falið að útbúa lóðarleigusamning og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Túngata 37

Málsnúmer 2206082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 10. júní 2022, þar sem eigendur, Fríða Björk Gylfadóttir og Unnar Már Pétursson, sækja um leyfi til viðbyggingar við húsið á Túngötu 37, Siglufirði.
Framkvæmdin gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit og breyttri götumynd.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Hólkot 6

Málsnúmer 2206029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 13.06.2022, þar sem Ellert Magnús Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á Hólkoti 6, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarvegur 11

Málsnúmer 2206081Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 27.06.2022, þar sem Björn Reynarð Arason sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á Hlíðarvegi 11, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um byggingarleyfi - Strandgata 9

Málsnúmer 2206089Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 29.06.2022, þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sækir um byggingarleyfi fyrir timburverönd á Strandgötu 7.
Nefndin kallar eftir greinargerð hönnuðar með vísan í grein 9.2.5. í byggingarreglugerð, þar sem fram kemur rökstuðningur um hvernig sambrunahætta sé lágmörkuð.

12.Umsókn um byggingarleyfi - Hólkot 11

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 04.07.2022, þar sem Jakob Agnarsson og Dagbjört Gísladóttir sækja um leyfi til þess að flytja frístundahús sem stendur á lóð 6 yfir á lóð 10, Hólkoti.
Erindi samþykkt.

13.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 61

Málsnúmer 2206053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 16.06.2022, þar sem Særún Hlín Laufeyjardóttir og Aron Mar Þorleifsson sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Hvanneyrarbraut 61, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

14.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 27

Málsnúmer 2206090Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 30.06.2022, þar sem Jón Anton Sigtryggsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Laugarveg 27, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

15.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vesturgata 7

Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 01.07.2022, þar sem Jón Pétur Karlsson Trampe og Sigrún Bjarnhéðinsdóttir sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Vesturgötu 7, Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

16.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2022-2026

Málsnúmer 2206011Vakta málsnúmer

Eyðublað vegna undirritunar drengskaparheits um þagnarskyldu lagt fram til undirritunar fyrir alla nefndarmenn.
Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit.

17.Afturköllun lóðarúthlutunar - Tjarnargata (A2)

Málsnúmer 2204001Vakta málsnúmer

Össur Willardsson hefur óskað eftir að skila inn lóðinni að Tjarnargötu (A2), Siglufirði.
Lagt fram til kynningar

18.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar lagt fram til kynningar og yfirferðar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.