Umsókn um byggingarleyfi - Túngata 37

Málsnúmer 2206082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Lagt fram erindi, dagsett 10. júní 2022, þar sem eigendur, Fríða Björk Gylfadóttir og Unnar Már Pétursson, sækja um leyfi til viðbyggingar við húsið á Túngötu 37, Siglufirði.
Framkvæmdin gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit og breyttri götumynd.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Túngötu 37 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll gögn hafa borist.