Tillaga að deiliskipulagi - Gránugata 5 og 13

Málsnúmer 2110070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 276. fundur - 03.11.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Gránugötu 5 og 13
Nefndin samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna sbr. 40.-42. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279. fundur - 11.01.2022

Lagðar fram umsagnir og ábendingar vegna tillögu að deiliskipulagi á Gránugötu 5 og 13, Siglufirði.
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Gránugötu 5 og 13, með athugasemdafresti frá 18. nóvember 2021 til 30. desember 2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Minjastofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlitið telur rétt að skolp frá salernum sé aðskilið frá öðrum lögnum vegna mengunarvarna.