Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

276. fundur 03. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Björg Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir frá Skipulagsstofnun og svör frá hönnuði.
Nefndin samþykkir framlögð svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Nefndin felur tæknideild að senda aðalskipulagið til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

2.Tillaga að deiliskipulagi - Gránugata 5 og 13

Málsnúmer 2110070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Gránugötu 5 og 13
Nefndin samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna sbr. 40.-42. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.

3.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2110094Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning Hjördísar H Hjörleifsdóttur um framkvæmdir utanhúss á Strandgötu 17, Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 52

Málsnúmer 2110025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Ragna Ragnarsdóttir og Guðmundur Ólafur Einarsson sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hvanneyrarbraut 52, Siglufirði.
Samþykkt.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 23

Málsnúmer 2110026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Sigríður Ásta Hauksdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Laugarveg 23, Siglufirði.
Samþykkt.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 22

Málsnúmer 2110031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Inga Sjöfn Kristinsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Suðurgötu 22, Siglufirði.
Samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 30

Málsnúmer 2110102Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Guðbrandur Jóhann Ólafsson og Kjartan Ólafsson sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Laugarveg 30, Siglufirði.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði afmörkuð við aðliggjandi lóð að Laugarvegi 32.
Samþykkt

8.Lóðarleigusamningur - Tjarnargata 16

Málsnúmer 2110084Vakta málsnúmer

Sbr. samkomulag milli Síldarleitarinnar sf. og Fjallabyggðar.
Samþykkt

9.Umsókn um lóð - Eyrarflöt 22-28

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Byggingarfélagið Berg ehf. sækir um úthlutun á raðhúsalóð við Eyrarflöt 22-28 á Siglufirði.
Samþykkt

10.Umsókn um lóð - Eyrarflöt 11-13

Málsnúmer 2110028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Byggingarfélagið Berg ehf. sækir um úthlutun á raðhúsalóð við Eyrarflöt 11-13 á Siglufirði.
Samþykkt

11.Umsókn um leyfi fyrir matjurtagarði

Málsnúmer 2110030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Svala Júlía Ólafsdóttir sækir um leyfi til að gera kartöflu/grænmetisgarð utan við lóð sína, á Hlíðarvegi 37, Siglufirði.
Nefndin felur tæknideild að svara erindinu.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - Við flotbryggju, Ólafsfirði

Málsnúmer 2111001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Hákon Sæmundsson f.h. GH Fisk ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sunnan við flotbryggju, Ólafsfirði.
Samþykkt

13.Umsókn um leyfi til búfjárhalds - Syðri-Á

Málsnúmer 2110056Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Hjörtur Snær Þorsteinsson sækir um leyfi til búfjárhalds á Syðri-Á, Ólafsfirði.
Samþykkt

14.Miðbær Siglufjarðar - Athugsemdir og ábendingar v. frumhönnunar.

Málsnúmer 2110012Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar varðandi hönnun á miðbæ Siglufjarðar.
Nefndin þakkar fyrir þær athugasemdir og ábendingar sem borist hafa og felur tæknideild að koma þeim áfram til hönnuðar.

15.Fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2110091Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Elsu Jónsdóttir um byggingaráform við Ólafsfjarðarvatn.
Nefndin þakkar fyrirspurnina og felur tæknideild að vinna málið áfram og leggja fram umsögn fyrir næsta fund nefndarinnar.

16.Frárennslismál við Genís

Málsnúmer 2111005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jóni Garðari Steingrímssyni, framkvæmdastjóra framleiðslu hjá Genís hf., er varðar frárennsli og ósk um áætlun um úrbætur þess við Genís hf.
Tæknideild falið að funda um málefnið með Jóni Garðari Steingrímssyni.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Óskarsbryggja

Málsnúmer 2111010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Tengir hf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á ljósleiðara að Óskarsbryggju, Siglufirði.
Samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:25.