Gangstéttar - útboð 2021-2022.

Málsnúmer 2104062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27.04.2021

Afgreiðslu frestað
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 04.05.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Árni Helgason ehf., Smári ehf., LFS ehf. og Magnús Þorgeirsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25.05.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags, 21.05.2021 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Gangstéttir 2021". fimmtudaginn 20 maí sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf kr. 250.783
Sölvi Sölvason 193.400
Kostnaðaráætlun 279.700

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasyni verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar sem jafnframt er lægstbjóðandi í verkið „Gangstéttar 2021“ og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 01.06.2021

Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar frá maí 2021, listi yfir gangstéttaviðgerðir sem áformað er að vinna í í sumar. Listinn er með þeim hætti að ástand steyptra gangstétta var metið í þrjá forgangsflokka þar sem fyrsti flokkur á við um stéttar sem eru svo illa farnar að af þeim er talin stafa slysahætta. Í sumar er áætlað að samtals verði endursteyptir rúmlega 1.600m² af stéttum á Siglufirði sem allar teljast til fyrsta forgangs. Þar má nefna gangstéttir við Hvanneyrarbraut, Hólaveg og Hlíðarveg, samtals rúmlega 1.000m². Í Ólafsfirði verða endursteyptir rúmlega 400 m2 af stéttum við Ólafsveg og Ægisgötu. Þar sem nú stendur yfir vinna við deiliskipulag á þjóðveginum í gegn um Ólafsfjörð, þ.e. Aðalgötu og aðliggjandi svæði, verður ekki farið í endurnýjun gangstétta þar fyrr en næsta sumar. Umfang þeirrar endurnýjunar er nálægt 1.700m² af gangstéttum.
Lagt fram