Bæjarráð Fjallabyggðar

694. fundur 04. maí 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Hjólað í vinnuna 2021.

Málsnúmer 2104038Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 18. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags - Hjólað í vinnuna 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 27.04.2021, þar sem fram kemur að landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5. - 25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og leggur til að efnt verði til innansveitarfélagskeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu.
Innan sveitarfélagsins yrði keppt í þremur flokkum og keppt um fjölda daga pr. starfsmann sem hann nýtir virkan ferðamáta í vinnuna.

Flokkarnir yrðu þessir:

Fyrirtæki með: 3-9 starfsmenn, 10-19 starfsmenn og 20 og fleiri starfsmenn.
Verðlaun verði veitt fyrir 1. sæti í hverjum flokki. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð óskar eftir að sveitarfélagið gefi verðlaunin og telur viðeigandi að þau séu í formi heilbrigðis. Stýrihópurinn leggur til að sá vinnustaður sem verður í fyrsta sæti í hverjum flokki fái að launum frí afnot af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í 2 klst., fyrir hópefli/leiki eða íþróttir fyrir starfsmannahópinn og fjölskyldur þeirra og einnig frítt í sund eftir hópefli í íþróttasal.
Með því móti hvetur sveitarfélagið til heilsueflingar og fyrirtækið getur nýtt verðlaunin sem hópefli.
Áætlaður kostnaður er um 84.400.- kr. og rúmast það innan fjárheimilda 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir kostnað vegna verðlauna kr. 84.400.- sem bókast á lykil 06510-0390 og 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt í landsátakinu Hjólað í vinnuna.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 2103081Vakta málsnúmer

Á 691. fundi bæjarráðs þann 13. apríl sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn eða tillögum frá bæjarstjóra og deildarstjórum vegna hugsanlegrar umsóknar í styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 28.04.2021 þar sem fram kemur að Fjallabyggð fékk úthlutað úr sjóðnum á árinu 2020 fyrir verkefninu Álfhól. Fjallabyggð á því ekki rétt á styrk árið 2021 en skv. reglum úthlutunarsjóðs getur sveitarfélaga að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð sbr. 3. mgr, 3.gr..
Lagt fram

3.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2104092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði fyrir árið 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 29.04.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga

Málsnúmer 2104033Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal Eflu verkfræðistofu dags. 3. maí 2021, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Dúntekja Leirutanga Fjallabyggð, mánudaginn 3. maí 2021.

Tilboð bárust frá tveimur aðilum :
Birkir Ingi Símonarson kr. 588.000.-.
Icelandic Eider ehf. kr. -1.544.560.-.

Lagt er til að gengið verði til samninga við Icelandic Eider ehf. sem skilaði inn hagstæðara tilboði, þar sem tilboðið miðast við að greiða Fjallabyggð fyrir verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icelandic Eider ehf..

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2101004Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.04.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna sameiningar á tveimur íbúðum í Skálarhlíð og vegna endurbóta utanhúss. Óskað er eftir 10.000.000 kr. vegna sameiningar á íbúðum á þriðju hæð sem er fjárfesting og eignfærist á íbúðasjóð. Einnig óskað eftir 3.000.000 kr. vegna endurbóta utanhúss sem er viðhaldskostnaður og færist á rekstur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14/2021 við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda og viðhalds á Skálarhlíð, samtals kr. 13.000.000 sem bókast á málaflokk 61790, lykil 4965 kr. 3.000.000.- og kr. 10.000.000.- á framkvæmdir vegna sameiningu íbúða sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Gangstéttar - útboð 2021-2022.

Málsnúmer 2104062Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Árni Helgason ehf., Smári ehf., LFS ehf. og Magnús Þorgeirsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

7.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2021.

Málsnúmer 2104081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 26.04.2021 þar sem boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands, þriðjudaginn 11. maí nk. kl. 13-15. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi.
Lagt fram

8.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 27.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags,. 27.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.
Lagt fram

9.Síldarminjasafnið - Fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 2104072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Síldarminjasafns Íslands frá 20.04.2021 ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir rekstarárið 2020.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.