Aðild að neðra fótboltasvæði á hóli - GKS

Málsnúmer 2103048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 690. fundur - 30.03.2021

Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Hóli, sama svæði og á árunum 2019 og 2020, fyrir kennslu barna og unglinga.

Einnig er óskað eftir aðstoð við slátt á svæðinu þrisvar yfir afnotatímann eða styrk til þess að slá svæðið.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 25.03.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af svæðinu líkt og undanfarin sumur. Fjallabyggð mun sjá um slátt á svæðinu þrisvar sinnum yfir tímabilið og mun kostnaður við sláttinn verða færður sem styrkur á Golfklúbb Siglufjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27.04.2021

Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar og Golfkúbbs Siglufjarðar (GKS) um afnot GKS af afmörkuðu æfingarsvæði á knattspyrnusvæðinu að Hóli sumarið 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.