Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021
Málsnúmer 2012008F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021
Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu styrkumsókna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir frekari upplýsingum um verkefnin í samræmi við umræðu á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021
Markmið nýs litaflokkunarkerfis fyrir skólastarf er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Kerfið er hugsað til viðmiðunar og undirbúnings fyrir skólasamfélagið en það er ekki lagalega bindandi, gildandi reglugerðir heilbrigðisráðherra munu áfram stýra sóttvarnaráðstöfunum í skólum. Litaflokkunarkerfið lagt fram til kynningar og aðgengilegt undir fundargerð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021
Áformað er að frístundastyrkir Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4. -18. ára verði afhentir á rafrænan hátt frá og með árinu 2022. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagði fram til kynningar upplýsingar en nokkrar útfærslur hafa verið skoðaðar. Nefndin felur deildarstjóra, í samráði við íþróttahreyfinguna, að innleiða vefskráningar- og greiðslukerfið Hvati-Nóri-Stund.
Bókun fundar
Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum