Bæjarstjórn Fjallabyggðar

196. fundur 15. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020

Málsnúmer 2012005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka nr. 24 - 32 við fjárhagsáætlun 2020. Heildaráhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 89.449.036.- sem mætt var með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.12.2020 þar sem óskað er eftir afskriftum á viðskiptakröfum, samtals kr. 1.300.278. sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

    Bæjarráð samþykkir afskriftir viðskiptakrafna að upphæð kr. 1.300.278.-
    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Á 672. fundi bæjarstjórnar þann 23. október 2020 lagði Forseti bæjarstjórnar til og bæjarráð samþykkti að farið verði í upptökur á bæjarstjórnarfundum og þeim streymt í beinni útsendingu fyrir íbúa til að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um sveitarfélagið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
    Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 30.11.2020 þar sem fram kemur að kostnaður við upptökur af bæjarstjórnarfundum er áætlaður kr. 780.000 vegna tækjakaupa og tæknimála.

    Bæjarráð samþykkir kostnað vegna tækja- og tæknimála að upphæð kr. 780.000 og vísar í viðauka nr. 33/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem hreyfir ekki handbært fé og verði gerð millifærsla í fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn bókast á málaflokk 21010, lykil 8551 kr. 780.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 4990 kr. -500.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 9291 kr. -280.000.-
    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram drög að rekstarsamningi Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir rekstrarárið 2021.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.5 2011044 Fundadagatöl 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram drög að fundarplani nefnda og stjórna Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

    Bæjarráð samþykkir drögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Hagstofu Íslands, dags. 27.11.2020 þar sem fram kemur að Hagstofan undirbýr nú töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021 og að ráðgert sé að manntal verði framvegis tekið á hverju ári. Þá mun Hagstofan óska eftir viðbótarupplýsingum frá sveitarfélögum til þess að hægt sé að ákvarða búsetu allra einstaklinga með hjálp íbúaskrár Þjóðskrár Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar bókun 941. fundar Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar - 2011213 - Áskorun á Reykjavíkurborg.

    Einnig lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps frá 10.11.2020 -
    1. Byggðaráð Skagafjarðar. Áskorun á Reykjavíkurborg vegna jöfnunarsjóðs.


    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.12.2020 og varðar kynningu til sveitarfélaga á tillögum Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 11.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags 17.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 18.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Gríms Atlasonar f.h. stjórnar Geðhjálpar dags. 18.12.2020 er varðar ályktun stjórnar Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 9. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélags frá 16. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 678. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021

Málsnúmer 2101003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til desember 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.224.159.113.- eða 103,74% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til desember 2020. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram samantekt yfir niðurstöður vinnutímafyrirkomulags stofnana Fjallabyggðar vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Um er að ræða tillögur vegna 16 vinnustaða.

    Helga Helgadóttir vék af fundi.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur stofnana/vinnustaða að fyrirkomulagi vinnutímaskipulags vegna styttingar vinnuvikunnar með einni undantekningu og er bæjarstjóra falið að útfæra vinnuskipulag í Ráðhúsi þannig að ekki komi til þjónustuskerðingar.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna breytinga á vigtarhúsi Fjallabyggðarhafna, Siglufirði.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Berg ehf., L7 ehf., GJ smiðir ehf. og Trésmíði ehf..

    Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna verksins og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 2.5 2101031 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til reksturs safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2021. Alls bárust þrjár umsóknir, samtals að upphæð kr. 4.300.000.

    Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000.-

    Lagt til að afgreiðsla á umsókn Fjallasala ses. verði frestað með vísan í 9. lið þessarar fundargerðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 1.000.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að funda með stjórn Fjallasala ses. vegna frestunar á afgreiðslu umsóknar. Bæjarráð samþykkir einnig að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera drög að samningi við Félag um Ljóðasetur Íslands í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar um að bjóða styrkþegum 2020 í flokki rekstrarstyrkja samning við Fjallabyggð um styrkupphæð fyrir árið 2020 út árið 2022.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til hátíðarhalda fyrir árið 2021. Alls bárust fimm umsóknir, samtals að upphæð kr. 5.100.000.

    Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 3.050.000.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til hátíða í Fjallabyggð árið 2021, samtals kr. 3.050.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram umsóknir um styrki til ýmissa mála árið 2021. Alls bárust þrettán umsóknir, upphæð ótilgreind þar sem aðeins hluti umsækjenda tilgreindi upphæð sem sótt var um.

    Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til ýmissa mála í Fjallabyggð 2021.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til ýmissa mála í Fjallabyggð 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Elías Pétursson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram yfirlit yfir samninga við félög og stofnanir um rekstur eigna/íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar að fara yfir samningana og veita umsögn með tilliti til þess að tæknideild visti og sjái um samninga er snúa að umhirðu og þjónustu við eignir sveitarfélagsins og samningar er varða starf félaga/stofnana séu í umsjá viðeigandi deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.01.2021 þar sem fram kemur að Fjallabyggð sótti um styrk til Orkusjóðs vegna orkuskipta. Sótt var um styrk upp á 5 milljónir sem fer til kaupa og uppsetningar á 8 Ac hleðslustöðvum og einni 50 kw. hraðhleðslustöð. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að Fjallabyggð leggi til 50% af kostnaði við verkefnið. Orkusjóður hefur samþykkt styrk til Fjallabyggðar upp á 5 milljónir og er því óskað eftir viðauka upp á 5 milljónir svo hægt sé að framkvæma verkið.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að staðsetningu stöðva sem og að vinna kostnaðaráætlun fyrir hvern stað og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 05.01.2020 þar sem athygli er vakin á að Grænbók um byggðamál hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Grænbókinni er ætlað að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýrri stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hafist verður handa við gerð hvítbókar (þingsályktunartillögu) strax eftir hátíðir og stefnt að því að taka annan samráðsfundahring með landshlutunum áður en sú vinna klárast. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög sem aðgengileg eru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 18.12.2020 er varðar áskorun á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags 29.12.2020 þar sem skorað er á sveitarfélög að setja skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð aukaþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 11. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar erindi Ríkislögreglustjóra, dags. 21.12.2020 er varðar tilkynningu til flutningsaðila um ferðatakmarkanir frá Bretlandi vegna Covid-19 sem munu að óbreyttu taka gildi 1. janúar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til kynningar 10. fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá desember sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til umsagnar frá nefndasviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, mál 360. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagt fram til umsagnar frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um kosningalög 339. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar Skólanefndar Fjallabyggðar frá 4. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12. janúar 2021 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    94. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4. janúar sl..
    263. fundur Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. janúar sl..
    72. fundur Markaðs- og menningarnefndar Fjallbyggðar frá 7. janúar sl..
    Bókun fundar Afgreiðsla 679. fundar bæjarráðs staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020

Málsnúmer 2012004FVakta málsnúmer

  • 3.1 2011044 Fundadagatöl 2021
    Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagði fram hugmynd að dagsetningum funda hjá stýrihópi HSAM fyrir árið 2021. Áætlað er að halda 6 fundi á árinu og er fundartími á fimmtudögum kl. 15:00. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020 Lagt fram skeyti frá Embætti landlæknis þar sem kynnt er ýmist efni tengt heilsueflingu. Þar á meðal eru ráðleggingar embættisins "Síðdegishressing í heilsdagsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi - Ráðleggingar um matarframboð". Skjalið hefur þegar verið sent í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar en stýrihópurinn leggur til að áðurnefndar ráðleggingar verði sendar foreldrum grunnskólabarna með hvatningu um að vanda val á morgunnesti barnanna. Stýrihópur HSAM í Fjallabyggð vill nota tækifærið og hvetja til almennrar neyslu á hollu fæði s.s. ávöxtum og grænmeti og bendir á í því sambandi að í mörgum skólum er boðið upp á ávaxtaáskrift í stað morgunnestis til að auka neyslu barna á ávöxtum. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020 Vinnu við gátlista frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021

Málsnúmer 2012008FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021 Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu styrkumsókna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir frekari upplýsingum um verkefnin í samræmi við umræðu á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021 Markmið nýs litaflokkunarkerfis fyrir skólastarf er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Kerfið er hugsað til viðmiðunar og undirbúnings fyrir skólasamfélagið en það er ekki lagalega bindandi, gildandi reglugerðir heilbrigðisráðherra munu áfram stýra sóttvarnaráðstöfunum í skólum. Litaflokkunarkerfið lagt fram til kynningar og aðgengilegt undir fundargerð. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 4. janúar 2021 Áformað er að frístundastyrkir Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4. -18. ára verði afhentir á rafrænan hátt frá og með árinu 2022. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagði fram til kynningar upplýsingar en nokkrar útfærslur hafa verið skoðaðar. Nefndin felur deildarstjóra, í samráði við íþróttahreyfinguna, að innleiða vefskráningar- og greiðslukerfið Hvati-Nóri-Stund. Bókun fundar Afgreiðsla 94. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 11. janúar 2021

Málsnúmer 2101005FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 11. janúar 2021 Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2021 til fræðslumála. Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 11. janúar 2021 Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um faglegan ávinning þess að færa skólastarf 5. bekkjar í starfsstöðina við Tjarnarstíg Ólafsfirði sem nú hýsir starf 6.-10.bekkjar. Einnig óskar nefndin eftir úttekt á möguleikum þessara skipulagsbreytinga með tilliti til húsnæðis, skólarútu o.s.frv. Bókun fundar Til máls tók Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 95. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021

Málsnúmer 2101001FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið en bendir á að ekki sé til hættumat m.t.t. ofanflóða af svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Lögð fram svör byggingarfulltrúa við þeim athugasemdum sem bárust. Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir framlögð svör og leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags frístundabyggðarinnar að Saurbæjarási verð samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Nefndin samþykkir erindið og gefur leyfi til eins árs fyrir afgreiðslulúgu fyrir gangandi vegfarendur. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Nefndin hafnar ósk umsækjanda um beitarhólf en felur tæknideild að koma upp brunahana við Lambafen. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.11 2011044 Fundadagatöl 2021
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 6. janúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 7. janúar 2021

Málsnúmer 2012006FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 7. janúar 2021 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2021 til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Stjórn Hornbrekku - 24.fundur - 8. janúar 2021

Málsnúmer 2101004FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 24. fundur - 8. janúar 2021 Íbúar Hornbrekku voru bólusettir 29. desember síðastliðinn, fyrri skammti. Seinni sprautan verður gefin upp úr 20. janúar nk. Breytingar á Norðurstofu eru hafnar, þar verða útbúnar tvær skrifstofur. Þegar þeim framkvæmdum líkur verður ráðist í endurbætur á herbergjum íbúa.

    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 24. fundur - 8. janúar 2021 Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl. hjá dagvinnufólki. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum Hornbrekku gengur að óskum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Skíðasvæðið Skarðsdal - Erindi

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn er lagt erindi Valtýs Sigurðssonar f.h. Leyningsáss ses. dags. 12. janúar 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið fari, á grundvelli 11. gr. laga nr. 49/1997, fram á það við Ofanflóðasjóð að sjóðurinn komi að uppkaupum fasteigna á núverandi byrjunarsvæði. Einnig er þess farið á leit, reynist afstaða sjóðsins til uppkaupa neikvæð, að sveitarfélagið hafi forgöngu um að sækja kröfuna fyrir dómi, enda krafan lögvarin að mati Leyningsáss.

Til máls tóku Elías Pétursson og Nanna Árnadóttir.

Bæjarstjórn þakkar erindið og tekur undir áhyggjur stjórnar Leyningsáss af stöðu skíðasvæðisins og samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að taka saman greinargerð vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.


Fundi slitið - kl. 18:00.