Stjórn Hornbrekku

24. fundur 08. janúar 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi Hornbrekku 2021

Málsnúmer 2101018Vakta málsnúmer

Íbúar Hornbrekku voru bólusettir 29. desember síðastliðinn, fyrri skammti. Seinni sprautan verður gefin upp úr 20. janúar nk. Breytingar á Norðurstofu eru hafnar, þar verða útbúnar tvær skrifstofur. Þegar þeim framkvæmdum líkur verður ráðist í endurbætur á herbergjum íbúa.

2.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016Vakta málsnúmer

Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl. hjá dagvinnufólki. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum Hornbrekku gengur að óskum.

Fundi slitið - kl. 13:00.