Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020
Málsnúmer 2012004F
Vakta málsnúmer
-
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagði fram hugmynd að dagsetningum funda hjá stýrihópi HSAM fyrir árið 2021. Áætlað er að halda 6 fundi á árinu og er fundartími á fimmtudögum kl. 15:00.
Bókun fundar
Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020
Lagt fram skeyti frá Embætti landlæknis þar sem kynnt er ýmist efni tengt heilsueflingu. Þar á meðal eru ráðleggingar embættisins "Síðdegishressing í heilsdagsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi - Ráðleggingar um matarframboð". Skjalið hefur þegar verið sent í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar en stýrihópurinn leggur til að áðurnefndar ráðleggingar verði sendar foreldrum grunnskólabarna með hvatningu um að vanda val á morgunnesti barnanna. Stýrihópur HSAM í Fjallabyggð vill nota tækifærið og hvetja til almennrar neyslu á hollu fæði s.s. ávöxtum og grænmeti og bendir á í því sambandi að í mörgum skólum er boðið upp á ávaxtaáskrift í stað morgunnestis til að auka neyslu barna á ávöxtum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16. desember 2020
Vinnu við gátlista frestað.
Bókun fundar
Afgreiðsla 15. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 196. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum