Umsókn um lóð, Bakkabyggð 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 1710047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Tekið fyrir erindi Elísar Hólm Þórðarsonar og Huldu Teitsdóttur, dagsett 11. október 2017, þar sem sótt er um lóðina Bakkabyggð 2, Ólafsfirði. Einnig er óskað eftir stækkun á byggingarreit og leyfi til að hafa þak hússins einhalla.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um lóð fyrir sitt leyti og felur tæknideild að breyta deiliskipulagi í samræmi við lóðarumsókn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31.10.2017

Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina Bakkabyggð 2 við Elís Hólm Þórðarson og Huldu Teitsdóttur.

Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamninginn fyrir sitt leyti.