Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Hornbrekkubót Ólafsfirði

Málsnúmer 1707031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12.07.2017

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Hornbrekkubót, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar sem samþykkt var í bæjarráði 11.7.2017.
Breytingin felur í sér að gróðursett verði vestan við stíg sem liggur samsíða Ólafsfjarðarvegi og að stígurinn verði að minnsta kosti 3-4 metra frá vegi. Einnig verður göngubrú sem fyrirhuguð var samkvæmt gildandi skipulagi tekin út.

Tæknideild er falið að grenndarkynna tillöguna forsvarsmönnun Brimnes ehf. í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23.08.2017

Lagt fram til kynningar svarbréf hagsmunaaðila vegna breytinga á deiliskipulagi Hornbrekkubótar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11.09.2017

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hornbrekkubótar. Tillagan var grenndarkynnt Brimnes ehf. í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram athugasemdir forsvarsmanna Brimnes Hótels og tillaga að svarbréfi nefndarinnar.

Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og óverulega breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24.10.2017

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar afrit af kæru Brimnes hótels ehf. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Fjallabyggðar um breytingu á deiliskipulagi í Hornbrekkubót vegna gerðar göngustígs og gróðursetningar. Er Fjallabyggð veittur 30 daga frestur til þess að skila gögnum til nefndarinnar og til þess að tjá sig um kæruna.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20.12.2018

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindismála varðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 13.09.2017 um að samþykkja deiliskipulagsbreytingu á Hornbrekkubót Ólafsfirði. Í úrskurðarorðum er kröfu kæranda hafnað.