Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Málsnúmer 1703006F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar. Hrönn lagði fram ársskýrslu bóka- og héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2017.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að bókasafnið í Fjallabyggð fái heimild til kaupa á búnaði til varðveislu gagna. Óskað er eftir upplýsinugm um búnaðinn og verðhugmynd frá forstöðumanni bókasafnsins.
Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram til kynningar drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Gjaldskrá tjaldsvæðis og bókasafns 2017 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi,lagði fram, til kynningar og umræðu starfsáætlun menningarmála vegna 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram bréf dags. 04.05.17 frá Helga Jóhannssyni um aðstöðuhús fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.
Markaðs- og menningarnefnd telur málið áhugavert og brýnt að skapa aðstöðu fyrir þessa íþróttaiðkun og vísar því málinu áfram til umhverfis-og tæknideildar og til bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Samningur um verkefnastjórn 17. júní hátíðarhaldanna 2017 við Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði, MOFSÓ lagður fram til afgreiðslu. Samningi vísað til samþykktar bæjarráðs Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10. maí 2017
Linda Lea Bogadóttir markaðs og menningarfulltrúi sagði frá heimsókn FAM hóps til Siglufjarðar föstudaginn 5. maí s.l.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði markvisst að undirbúningi vegna komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar sumarið 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 32. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 146. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.