Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018

Málsnúmer 1612016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Lögð fram tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, sem send var til grunnskóla, skólaskrifstofa, formanna fræðslunefnda og framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Þar kemur m.a. fram að úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018 sé lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 144 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 35 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 24% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Nöfn námsleyfishafa verða birt á vefsíðu Námsleyfasjóðs um miðjan desember nk.