Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016
Málsnúmer 1604002F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016
Gurrý Anna Ingvarsdóttir óskar eftir launalausu ársleyfi frá störfum við leikskólann Leikskála frá og með 1. ágúst 2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir launalaust leyfi fyrir sitt leyti en leggur til við bæjarráð að settar verði reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.
Olga Gísladóttir og Berglind Hrönn Hlynsdóttir véku á fundi að loknum þessum lið.
Bókun fundar
Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti umbótaáætlun fyrir skólann sem unnin var í kjölfar á ytra mati sem unnið var af Menntamálastofnun sl. haust. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu greinargóða yfirferð. Jafnframt þakkar nefndin skólastjórnendum og umbótateymi skólans fyrir þeirra vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu við gerð áætlunarinnar og samþykkir að hún verði send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 27. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 11. apríl 2016
Frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 27. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.