Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

27. fundur 11. apríl 2016 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Olga Gísladóttir leikskólastjóri
  • Jónína Magnúsdóttir grunnskólastjóri
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Steingrímur Óli Hákonarson mætti ekki og kom Brynja I. Hafsteinsdóttir í hans stað. Sóley Anna Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki og enginn varamaður kom i hennar stað. Katrín Sif Andersen og Hugborg Inga Harðardóttir fulltrúar foreldra og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara boðuðu forföll og komu engir varamenn í þeirra stað.

1.Beiðni um launalaust leyfi

Málsnúmer 1604003Vakta málsnúmer

Gurrý Anna Ingvarsdóttir óskar eftir launalausu ársleyfi frá störfum við leikskólann Leikskála frá og með 1. ágúst 2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir launalaust leyfi fyrir sitt leyti en leggur til við bæjarráð að settar verði reglur um veitingu leyfa frá störfum hvort sem um er að ræða launalaust eða á launum.

Olga Gísladóttir og Berglind Hrönn Hlynsdóttir véku á fundi að loknum þessum lið.

2.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti umbótaáætlun fyrir skólann sem unnin var í kjölfar á ytra mati sem unnið var af Menntamálastofnun sl. haust. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu greinargóða yfirferð. Jafnframt þakkar nefndin skólastjórnendum og umbótateymi skólans fyrir þeirra vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu við gerð áætlunarinnar og samþykkir að hún verði send til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

3.Deildarstjórastaða við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604014Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.