Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015

Málsnúmer 1509002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 09.09.2015

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Á 89. fundi félagsmálanefndar, 29. maí 2015, lagði deildarstjóri fjölskyldudeildar fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Nefndin samþykkti að málið yrði áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

    Varðandi áframhaldandi vinnu máls þarf að taka eftirtalin atriði til skoðunar:

    a) Mat á þörf fyrir fjölda leiguíbúða.
    Nefndin leggur til að haldið verði áfram sölu íbúða.

    b) Tillögu um hvaða húseignir verða settar í söluferli.
    Nefndin telur að rétt að bæjarfélagið stefni að því til framtíðar að eiga eftirtaldar húseignir:
    Hvanneyrarbraut 42 Siglufirði 8 íbúðir
    Ólafsveg 32 Ólafsfirði 8 íbúðir
    Hlíðarvegur 45-47 Siglufirði 29 íbúðir.

    c) Endurskoðun á reglum um úthlutun leiguíbúða
    Fjallabyggðar.
    Nefndin telur eðlilegt að úthlutunarreglur séu í reglulegri endurskoðun.

    d) Endurmat á leiguverði.
    Nefndin vísar ákvörðun um endurmat á leiguverði til fjárhagsáætlunargerðar.

    e) Mat á viðhaldsþörf húseigna.
    Nefndin telur rétt að við gerð fjárhagsáætlunar verði sett aukið fjármagn til viðhalds húseigna Íbúðasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt félagsþjónustum sveitarfélaga á Norðurlandi um 50% hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu frá og með 1. júlí 2015, úr 700 kr. í 1.050 kr.

    Fjallabyggð kaupir matarbakka af HSN fyrir eldri borgara og öryrkja á Siglufirði og hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Í kjölfar tilkynningar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu sveitarfélaga sendi deildarstjóri fjölskyldudeildar verðfyrirspurn dags. 04.06.2015, til þjónustuaðila á Siglufirði vegna kaupa á matarbökkum til heimsendingar til eldri borgara og öryrkja og kaupa á hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra á Siglufirði.

    Engin svör bárust við verðfyrirspurn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar ráðning starfsmanns með skerta starfsgetu í hlutastarf hjá fjölskyldudeild Fjallabyggðar.

    Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með ráðninguna og vísar því sem snýr að fjárheimildum fyrir árið 2016 til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir sex fyrstu mánuði ársins.

    Félagsþjónusta: Rauntölur, 57.217.422 kr. Áætlun, 46.463.498 kr. Mismunur; -10.753.924 kr.
    Heilbrigðismál: Rauntölur, 2.994.000 kr. Áætlun 2.994.000 kr. Mismunur; 0 kr.
    Íbúðasjóður: Rauntölur, -9.162.122 kr. Áætlun, 2.852.400 kr. Mismunur; 12.014.522 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Í tengslum við umræður um virkniúrræði og skilyrðingar í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga:
    Lagðar fram til kynningar reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð.
    Kynning á verkefni Rökstóla, She Empowers og
    Áfram! tilraunaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar.

    Til umfjöllunar á haustþingi Alþingis verður reglugerð um skilyrðingar í fjárhagsaðstoð.

    Frekari umfjöllun varðandi reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð er frestað þar til reglugerð liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á leiguíbúðum sveitarfélaga 2014.
    Í könnuninni kemur fram að Fjallabyggð er í hópi þeirra sveitarfélaga sem hafa hvað mest framboð af félagslegum leiguíbúðum. Fjallabyggð er í sjöunda sæti með 3,7 íbúðir á hverja 100 íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lagðar fram til kynningar fundagerðir þjónustuhóps Róta frá 31. mars og 27. maí 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn í Fljótsdalshéraði 8. og 9. október nk.

    Nefndin leggur til að Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir sæki landsfundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.