Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

91. fundur 03. september 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varaformaður, F lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, F lista
  • Hafey Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varamaður, D lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, stefnumótun

Málsnúmer 1505069Vakta málsnúmer

Á 89. fundi félagsmálanefndar, 29. maí 2015, lagði deildarstjóri fjölskyldudeildar fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Nefndin samþykkti að málið yrði áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Varðandi áframhaldandi vinnu máls þarf að taka eftirtalin atriði til skoðunar:

a) Mat á þörf fyrir fjölda leiguíbúða.
Nefndin leggur til að haldið verði áfram sölu íbúða.

b) Tillögu um hvaða húseignir verða settar í söluferli.
Nefndin telur að rétt að bæjarfélagið stefni að því til framtíðar að eiga eftirtaldar húseignir:
Hvanneyrarbraut 42 Siglufirði 8 íbúðir
Ólafsveg 32 Ólafsfirði 8 íbúðir
Hlíðarvegur 45-47 Siglufirði 29 íbúðir.

c) Endurskoðun á reglum um úthlutun leiguíbúða
Fjallabyggðar.
Nefndin telur eðlilegt að úthlutunarreglur séu í reglulegri endurskoðun.

d) Endurmat á leiguverði.
Nefndin vísar ákvörðun um endurmat á leiguverði til fjárhagsáætlunargerðar.

e) Mat á viðhaldsþörf húseigna.
Nefndin telur rétt að við gerð fjárhagsáætlunar verði sett aukið fjármagn til viðhalds húseigna Íbúðasjóðs.

2.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1502067Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1508008Vakta málsnúmer

Erindi hafnað.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1508046Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1501067Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Nýtt verð á matarbökkum HSN til félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1506014Vakta málsnúmer

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt félagsþjónustum sveitarfélaga á Norðurlandi um 50% hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu frá og með 1. júlí 2015, úr 700 kr. í 1.050 kr.

Fjallabyggð kaupir matarbakka af HSN fyrir eldri borgara og öryrkja á Siglufirði og hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði.

7.Verðfyrirspurn, heimsendur matur

Málsnúmer 1506015Vakta málsnúmer

Í kjölfar tilkynningar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu sveitarfélaga sendi deildarstjóri fjölskyldudeildar verðfyrirspurn dags. 04.06.2015, til þjónustuaðila á Siglufirði vegna kaupa á matarbökkum til heimsendingar til eldri borgara og öryrkja og kaupa á hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra á Siglufirði.

Engin svör bárust við verðfyrirspurn.

8.Atvinna með stuðningi (AMS, ráðning í hlutastarf

Málsnúmer 1509002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ráðning starfsmanns með skerta starfsgetu í hlutastarf hjá fjölskyldudeild Fjallabyggðar.

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með ráðninguna og vísar því sem snýr að fjárheimildum fyrir árið 2016 til bæjarráðs.

9.Rekstraryfirlit júní 2015

Málsnúmer 1508024Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir sex fyrstu mánuði ársins.

Félagsþjónusta: Rauntölur, 57.217.422 kr. Áætlun, 46.463.498 kr. Mismunur; -10.753.924 kr.
Heilbrigðismál: Rauntölur, 2.994.000 kr. Áætlun 2.994.000 kr. Mismunur; 0 kr.
Íbúðasjóður: Rauntölur, -9.162.122 kr. Áætlun, 2.852.400 kr. Mismunur; 12.014.522 kr.

10.Reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1509003Vakta málsnúmer

Í tengslum við umræður um virkniúrræði og skilyrðingar í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga:
Lagðar fram til kynningar reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð.
Kynning á verkefni Rökstóla, She Empowers og
Áfram! tilraunaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar.

Til umfjöllunar á haustþingi Alþingis verður reglugerð um skilyrðingar í fjárhagsaðstoð.

Frekari umfjöllun varðandi reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð er frestað þar til reglugerð liggur fyrir.

11.Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1508073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á leiguíbúðum sveitarfélaga 2014.
Í könnuninni kemur fram að Fjallabyggð er í hópi þeirra sveitarfélaga sem hafa hvað mest framboð af félagslegum leiguíbúðum. Fjallabyggð er í sjöunda sæti með 3,7 íbúðir á hverja 100 íbúa.

12.Fundargerðir þjónustuhóps Róta bs. 2015

Málsnúmer 1503063Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundagerðir þjónustuhóps Róta frá 31. mars og 27. maí 2015.

13.Landsfundur jafnréttisnefnda 8. og 9. október 2015

Málsnúmer 1508048Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn í Fljótsdalshéraði 8. og 9. október nk.

Nefndin leggur til að Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir sæki landsfundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fundi slitið.