Bæjarstjórn Fjallabyggðar

118. fundur 09. september 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Jónasson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015

Málsnúmer 1509001FVakta málsnúmer

  • 1.1 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

    Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti umsögn um launakostnað og samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til úrvinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um tjón bæjarsjóðs vegna vatnstjóns á götum, fráveitukerfi, bílastæðum og gangstéttum, 28. og 29. ágúst s.l..

    Bæjarstjóri mun gera bæjarráði grein fyrir kostnaði bæjarsjóðs við endurbætur og hreinsun, á næsta bæjarráðsfundi.

    Bæjarráð harmar einhliða afstöðu Viðlagatryggingar Íslands, sem kemur fram í minnisblaði til bæjarstjórnar, dagsett 1. september 2015.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um að eitt tjón hafi orðið á húsi við Hlíðarveg í Ólafsfirði og tryggingarfélag húseigenda hefur þegar ákveðið að bæta tjónið.

    Nýgerð frárennslislögn frá tjörn í miðbæ Ólafsfjarðar sannaði ágæti sitt í þessum flóðum.

    Önnur tjón í Ólafsfirði vegna vatnsflóða voru óveruleg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit dagana 9. og 10. október nk.

    Fulltrúar Fjallabyggðar eru:
    Gunnar I. Birgisson
    Sigríður Guðrún Hauksdóttir (D)
    Sólrún Júlíusdóttir (B)
    Steinunn María Sveinsdóttir (S)

    Varamenn
    Helga Helgadóttir (D)
    Hilmar Þór Elefsen (S)
    Jón Valgeir Baldursson (B)
    Magnús Jónasson (F)
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Tekin fyrir fyrirspurn Byggðastofnunar, dagsett 31. ágúst 2015, um áhrif innflutningsbanns Rússa á Fjallabyggð.

    Byggðastofnun í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er að skilgreina og reikna út áhrif innflutningsbanns Rússa en ætla má að vinnsla og útflutningur sjávarfangs til Rússlands hafi bein áhrif á mörg hundruð störf í landinu.

    Verið er að leita til sveitarstjóra þeirra byggðalaga sem eru í Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

    Spurt er hvort bannið hafi áhrif á byggðarlagið.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 24. ágúst 2015, er óskað eftir svörum við fyrirspurn um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum haustið 2014.

    Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að veita umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, Hugborgu I. Harðardóttur.

    Bæjarráð fagnar átakinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 3. september 2015 Bókun fundar Afgreiðsla 407. fundar bæjarráðs staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015

Málsnúmer 1508007FVakta málsnúmer

  • 2.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015 Fundurinn hófst á heimsókn til fyrirtækjanna Primex ehf. og Segull67.
    Primex ehf. er fyrirtæki í sjávarlíftækni; sérhæft í framleiðslu á einstaklega hreinu kítíni og kítósani. Hráefnið er eingöngu skel af ferskri kaldsjávarrækju sem unnin er á Norðurlandi. Um 12 manns vinna í verksmiðju og á skrifstofu fyrirtækisins á Siglufirði. Tveir starfsmenn eru með aðsetur í Reykjavík.

    Segull67 er nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð sem er að hefja framleiðslu á bjór. Fyrirtækið er staðsett í gamla fyrstihúsinu við Vetrarbrautina á Siglufirði. Stefnt er á að fyrsta framleiðsla verði komin á markað fyrir jól.

    Atvinnumálanefnd þakkar fulltrúum fyrirtækjanna fyrir góðar móttökur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015 Upphaflega bárust 13 umsóknir í verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Sex verkefni voru valin til áframhaldandi þátttöku:

    - Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
    - Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
    - Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
    - Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
    - Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Helgi Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
    - Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.

    Umsækjendur verkefnanna "Áfalla og streitumiðstöð" og "Ferða- og frístundaþjónusta Fjallabyggðar" hafa dregið sig til baka þannig að eftir standa fjögur verkefni. Dómnefnd hefur veitt umsækjendum frest til 16. september að skila inn viðskiptaáætlunum. Dómnefndin kemur svo saman 21. september og mun þá tilnefna sigurvegara í samkeppninni Ræsing í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.3 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015 Nefndin samþykkir að halda atvinnumálaþing laugardaginn 31. október þar sem húsnæðismál í Fjallabyggð verða til umræðu. Starfmanni og formanni nefndarinnar er falið að gera drög að dagskrá og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar hjá atvinnumálanefnd þar sem upplýsingar um kostnað vantar.
  • 2.4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014 og 2015
    Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015 Fundargerðir stjórnar AFE nr. 180 og 181 ásamt fundargerð aðalfundar 2015 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.5 1503002 Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar
    Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015 Lagðar fram til kynningar atvinnuleysistölur Fjallabyggðar, tímabilið janúar - júlí 2015. Í júlí voru 23 á atvinnuleysisskrá, 10 karlar og 13 konur. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015

Málsnúmer 1508008FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir vetraropnun og skipulag starfseminnar.

    Starfsemin verður til húsa að Lækjargötu 8 Siglufirði og Ægisgötu 15 Ólafsfirði.

    Gert er ráð fyrir að 40 til 50 unglingar sæki félagsmiðstöðina. Fyrirhugað er að hafa opið á miðvikudögum í Ólafsfirði, föstudögum á Siglufirði og til skiptis á mánudögum. Reiknað er með að hefja starfsemina mánudaginn 21. september í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir og Magnús S. Jónasson.
    Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir vetraropnun og starfsemina og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti opnunartímann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

    Á 404. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2015, var lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

    Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigursson og fór yfir tillögu að úthlutun frítíma.

    Frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna, en telur rétt að athuga með tímasetningu frítíma, þannig að íþróttafélög fái úthlutaða tíma eftir að skólatíma líkur til kl. 18.00 í stað 19.00, með sveigjanleika þó.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2015.

    Umsóknir urðu 33 en voru í fyrra 45.
    Átta flokksstjórar höfðu umsjón með hópunum.

    Nefndin vill hrósa vinnuskólanum og stjórnendum öllum svo og samstarfi við yfirmann Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar og hans fólki og jafnframt yfirmanni slátturliðsins og hans fólki sem stóð sig frábærlega þrátt fyrir erfið skilyrði oft á tíðum.
    Bókun fundar Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
    Bæjarstjórn tekur undir hrós fræðslu- og frístundanefndar til vinnuskólans, sláttuliðs og þjónustumiðstöðvar.
    Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs, mönnun, nemendafjölda og hvernig grunnskólastarfið kemur til með að verða í vetur. Skólastjóri afhenti og kynnti ársskýrslu grunnskólans.

    Fjöldi nemenda þetta skólaárið í 1.-10. bekk eru 202.
    Í upphafi skólaárs starfa 45 starfsmenn við skólann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Í erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsett 15. ágúst 2015 er kynnt niðurstaða í könnun meðal skólastjóra grunnskóla um innleiðingu laga um grunnskóla nr. 91/2008.

    Fram kemur að ekki hafi allir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar aðgang að náms- og starfsráðgjafa.
    Einnig kom fram að það vantaði að hluta, að birt væri á vef skólans, upplýsingar um skólanámskrá, starfsáætlun, áætlun um innra mat og niðurstöður innra mats og áætlun um umbætur í kjölfar innra mats.
    Að auki var minnt á eftirlitsskyldu skólanefnda sveitarfélaga í þessum efnum.

    Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri GF, Jónína Magnúsdóttir og upplýsti um að ekki hefði fengist náms- og starfsráðgjafi til starfa við skólann, en starfmaður skólans hefði fengið hlutverk sem tengjast þessum verkefnum.
    Skólastjóri upplýsti nefndina að unnið væri að birtingu þeirra upplýsinga, sem talið er að vanti á heimasíðu skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram til kynningar staðfesting Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi greiðslu á skólakostnaði og sérkennslu/stuðningi fyrir nemanda í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016.

    Tengsl við fjárhagsáætlun, hærri framlög á móti útgjöldum, er vísað til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla fyrir öll börn. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir og fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs, mönnun, barnafjölda og hvernig leikskólastarfið kemur til með að verða í vetur.

    Skólastjóri kynnti starfsáætlun skólans.

    Leikskólabörn eru nú 77 á Leikskálum og 41 á Leikhólum.
    Starfsmenn eru 37 í mismunandi starfshlutföllum.

    Ljúka þarf yfirferð innritunarreglna og viðmiðunarreglna fyrir sérkennslu.

    Ekki eru biðlistar eftir plássi í skólanum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

    Tillagan verður áfram til umfjöllunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Á fund nefndarinnar kom skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson og upplýsti um stöðuna í upphafi skólaárs.

    Skólastjóri fór yfir neðangreind mál:
    1. Breytingar á stöðuhlutföllum kennara, sem eru 6,70 í 8 störfum.
    2. Samning við Dalvíkurbyggð um afnot af bíl sem þarf að taka til skoðunar og afgreiðslu.
    3. Innritun fyrir skólaárið 2015 - 2016 og fjölda nemenda, sem eru 124 þegar allt er talið.
    4. Markmiðasamningar, sem tengjast markmiði hvers nemenda.

    Nefndin telur brýnt að lokið verði við fyrirhugaðar viðgerðir á tónskólahúsnæðinu á Siglufirði fyrir veturinn, til að koma í veg fyrir frekara tjón.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.12 1412012 Gjaldskrár 2015
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 405. fundur bæjarráðs, 18. ágúst 2015, samþykkti eftirfarandi breytingar á gjaldskrám:

    Grunnskóli Fjallabyggðar,
    4% hækkun á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift, í takt við vísitölu neysluverðs.

    Verð á skólamáltíðum var kr. 444 frá 1. janúar 2015, verður kr. 462.
    Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár var kr. 2.000, frá hausti 2013, verður kr. 2.080.

    Tónskóli Fjallabyggðar,

    10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem hér segir:

    Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
    Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
    Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.

    Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
    Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
    Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
    Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.

    Skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Farið yfir reglur um niðurgreiðslur á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema sem settar voru 2013.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis og að kannaðir verði ákveðnir þættir þessu tengt áður en ákvörðun verður tekin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lagður fram til kynningar, Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur Fjallabyggðar og ríkisins, sem undirritaður var 31. ágúst 2015 af bæjarstjóra Fjallabyggðar, Gunnari I. Birgissyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni og fulltrúa landssamtaka foreldra, Heimili og skóli, Hugborgu I. Harðardóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 2. september 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins.

    Fræðslu- og uppeldismál:
    Rauntölur, 319.850.861 kr. Áætlun, 325.516.900 kr. Mismunur; 5.666.039 kr.

    Æskulýðs- og íþróttamál:
    Rauntölur, 127.976.965 kr. Áætlun 127.665.200 kr. Mismunur; -311.765 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015

Málsnúmer 1509002FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Á 89. fundi félagsmálanefndar, 29. maí 2015, lagði deildarstjóri fjölskyldudeildar fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Nefndin samþykkti að málið yrði áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

    Varðandi áframhaldandi vinnu máls þarf að taka eftirtalin atriði til skoðunar:

    a) Mat á þörf fyrir fjölda leiguíbúða.
    Nefndin leggur til að haldið verði áfram sölu íbúða.

    b) Tillögu um hvaða húseignir verða settar í söluferli.
    Nefndin telur að rétt að bæjarfélagið stefni að því til framtíðar að eiga eftirtaldar húseignir:
    Hvanneyrarbraut 42 Siglufirði 8 íbúðir
    Ólafsveg 32 Ólafsfirði 8 íbúðir
    Hlíðarvegur 45-47 Siglufirði 29 íbúðir.

    c) Endurskoðun á reglum um úthlutun leiguíbúða
    Fjallabyggðar.
    Nefndin telur eðlilegt að úthlutunarreglur séu í reglulegri endurskoðun.

    d) Endurmat á leiguverði.
    Nefndin vísar ákvörðun um endurmat á leiguverði til fjárhagsáætlunargerðar.

    e) Mat á viðhaldsþörf húseigna.
    Nefndin telur rétt að við gerð fjárhagsáætlunar verði sett aukið fjármagn til viðhalds húseigna Íbúðasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt félagsþjónustum sveitarfélaga á Norðurlandi um 50% hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu frá og með 1. júlí 2015, úr 700 kr. í 1.050 kr.

    Fjallabyggð kaupir matarbakka af HSN fyrir eldri borgara og öryrkja á Siglufirði og hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Í kjölfar tilkynningar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um hækkun á söluverði matarbakka til félagsþjónustu sveitarfélaga sendi deildarstjóri fjölskyldudeildar verðfyrirspurn dags. 04.06.2015, til þjónustuaðila á Siglufirði vegna kaupa á matarbökkum til heimsendingar til eldri borgara og öryrkja og kaupa á hádegismat fyrir dagþjónustu aldraðra á Siglufirði.

    Engin svör bárust við verðfyrirspurn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar ráðning starfsmanns með skerta starfsgetu í hlutastarf hjá fjölskyldudeild Fjallabyggðar.

    Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með ráðninguna og vísar því sem snýr að fjárheimildum fyrir árið 2016 til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir sex fyrstu mánuði ársins.

    Félagsþjónusta: Rauntölur, 57.217.422 kr. Áætlun, 46.463.498 kr. Mismunur; -10.753.924 kr.
    Heilbrigðismál: Rauntölur, 2.994.000 kr. Áætlun 2.994.000 kr. Mismunur; 0 kr.
    Íbúðasjóður: Rauntölur, -9.162.122 kr. Áætlun, 2.852.400 kr. Mismunur; 12.014.522 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Í tengslum við umræður um virkniúrræði og skilyrðingar í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga:
    Lagðar fram til kynningar reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð.
    Kynning á verkefni Rökstóla, She Empowers og
    Áfram! tilraunaverkefnis Hafnarfjarðarbæjar.

    Til umfjöllunar á haustþingi Alþingis verður reglugerð um skilyrðingar í fjárhagsaðstoð.

    Frekari umfjöllun varðandi reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð er frestað þar til reglugerð liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála á leiguíbúðum sveitarfélaga 2014.
    Í könnuninni kemur fram að Fjallabyggð er í hópi þeirra sveitarfélaga sem hafa hvað mest framboð af félagslegum leiguíbúðum. Fjallabyggð er í sjöunda sæti með 3,7 íbúðir á hverja 100 íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Lagðar fram til kynningar fundagerðir þjónustuhóps Róta frá 31. mars og 27. maí 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 3. september 2015 Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn í Fljótsdalshéraði 8. og 9. október nk.

    Nefndin leggur til að Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir sæki landsfundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar félagsmálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá F-lista:

Guðný Kristinsdóttir verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Ásdísar Sigurðardóttur.

Ragnheiður Ragnarsdóttir verður varamaður í atvinnumálanefnd í stað Guðnýjar Kristinsdóttur.

Hilmar Þór Hreiðarsson verður aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað Árna Sæmundssonar sem verður varamaður í sömu nefnd.

Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir verður varaformaður í félagsmálanefnd í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015

Málsnúmer 1509003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Á 188.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram áskorun frá Sveini Andra Jóhannssyni, dagsett 24. júlí 2015, um að bæjarfélagið bæti umferðaröryggi á gatnamótum Aðalgötu, Ólafsvegar, Ægisbyggðar, með uppsetningu á umferðarspegli. Nefndin lagði til að sett yrði stöðvunarskylda í stað biðskyldu við Ólafsveg og Ægisbyggð, ásamt spegli við Ægisbyggð.

    Á fundi bæjarráðs þann 25.ágúst sl. var óskað eftir nánari skýringum, útfærslu og kostnaði.

    Lagt fram minnisblað tæknifulltrúa um áætlaðan kostnað við framkvæmdina.

    Nefndin samþykkir að settar verði upp stöðvunarskyldur við umrædd gatnamót og beðið verði með uppsetningu á spegli að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Á 188. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 19. ágúst sl., var lagt fram erindi Kristins E. Hrafnssonar þar sem kannaðir voru möguleikar á því að fá lóðina að Strandgötu 3 í Ólafsfirði undir íbúðarhús sem áður stóð í miðbæ Ólafsfjarðar. Nefndin taldi þessa lóð ekki henta til byggingar en benti jafnframt á lóð nr. 3 við Aðalgötu.

    Erindið lagt fram að nýju vegna athugasemda Kristins.

    Af erindi Kristins dagsett 7.ágúst 2015 má sjá að hann er að kanna möguleika á að fá lóðina Strandgötu 3 undir íbúðarhús. Ekki er hægt að mati nefndarinnar að líta á erindið sem formlega umsókn um lóðina Strandgötu 3.
    Bókun 188.fundar nefndarinnar er gerð með hliðsjón af því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt aðaluppdráttum, vegna borholuhúss Norðurorku í Skeggjabrekkudal.

    Erindi samþykkt, deildarstjóra tæknideildar falið að ganga frá byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lagðir fram aðaluppdrættir af fyrirhuguðum breytingum gamla skólahússins við Hlíðarveg 20.

    Erindi samþykkt, deildarstjóra tæknideildar falið að ganga frá byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Þrjár athugasemdir bárust. Eftir yfirferð athugasemda og umsagna og við nánari skoðun var tekin ákvörðun um að breyta tillögunni í meginatriðum.
    Lögð var fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði.
    Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar:

    Tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans er nú á suðausturhluta hans og fjær mengaðri landfyllingu og í nánari tengslum við fyrirhugaða verslun og þjónustu.
    Griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans er nú á norðurhluta hans og aðlagað að núverandi tjörn.
    Fjallahjólasvæði er fellt út.
    Lóðamörk og byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu stækkar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og auglýsa hana skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Tæknideild óskar eftir heimild nefndarinnar fyrir því að hefja hreinsun og grófa landmótun á svæðinu. Nefndin samþykkir ósk tæknideildar.
    Bókun fundar Til máls tóku bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja hreinsun og landmótun á Leirutanga samkvæmt breyttri tillögu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Til samræmis við endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi þarf að breyta tillögunni lítillega.
    Lögð var fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar.
    Eftirtaldar breytingar voru gerðar frá auglýstri tillögu:

    Ú8 - tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans verður á suðausturhluta hans.
    Opið svæði fyrir griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans verður á norðurhluta hans.

    Breytingin er minni háttar og er í meginatriðum í samræmi við þá lýsingu, sem kynnt var, áður en breytingartillagan var auglýst. Mörk tjaldsvæðis og opins svæðis breytast en aðrar meginbreytingar, s.s. niðurfelling íbúðarsvæðis og athafnasvæðis og afmörkun verslunar- og þjónustusvæðis eru eins og í áður auglýstri breytingartillögu.

    Skipulagsnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lagt fram erindi Guðjóns M. Ólafssonar dagsett 22. júlí 2015. Óskað er eftir að hraðahindrun verði sett upp á Hverfisgötu nyrðri á Siglufirði, vegna hraða og mikillar umferðar. Einnig lagt til að grípa mætti til annarra aðgerða s.s. takmarka hvernig lagt er við brekku í norðurenda götunnar.

    Nefndin telur hraðahindrun ekki henta á þessum stað, en beinir því til lögreglunnar að fylgjast með að hámarkshraði sé virtur í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Gunnar I. Birgisson, Kristinn Kristjánsson og Magnús S. Jónasson.
    Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lagt fram erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur dagsett 31. ágúst 2015. Óskað er eftir að settar verði upp hraðahindranir við Ólafsveg í Ólafsfirði. Í götunni er leikskóli og mikið um börn að leik, gera þarf ráðstafanir vegna hraðaksturs áður en illa fer.

    Í umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir þrengingum á Ólafsveginum sem draga eiga úr umferðarhraða.
    Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun næsta árs.
    Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Gunnar I. Birgisson, Kristinn Kristjánsson og Magnús S. Jónasson.
    Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Á 187. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. júlí sl. var lagt fram bréf Þóris Hákonarsonar þar sem tilkynnt voru nýleg eigendaskipti á húsinu. Nýr eigandi hugðist ráðast í framkvæmdir á þessu ári og átti framkvæmdaáætlun að liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2015. Framkvæmd dagsekta var því frestað til 1.september 2015.

    Engin framkvæmdaáætlun hefur borist. Nefndin leggur til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leggja á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Á 186.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 13.júlí sl., samþykkti nefndin að leggja á dagsektir að upphæð 20.000kr frá og með mánudeginum 20. júlí 2015. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júlí 2015 þar sem eigandi hússins óskaði eftir frest til framkvæmda til 4. ágúst, þá myndu einnig liggja fyrir skrifleg tilboð og verklýsing. Dagsektum var frestað til umbeðins tíma.

    Úrbætur á húsinu eru ekki hafnar og ekki liggur fyrir verklýsing. Nefndin samþykkir að leggja á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.
    Bókun fundar Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leggja á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Kristinn E. Hrafnsson óskar eftir nýjum lóðarleigusamning við sumarhús á Reykjum, enginn lóðarleigusamningur er til fyrir lóðina.
    Lagt fram lóðarblað og nýr lóðarleigusamningur.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lagðar fram til kynningar úttektarskýrslur vegna aðalskoðunar leikvallatækja og leiksvæða í Fjallabyggð. Úttektirnar fóru fram 28. júlí og 4. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir júní 2015.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 9,4 millj. kr. sem er 72% af áætlun tímabilsins sem var 13,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 7,1 millj. kr. sem er 51% af áætlun tímabilsins sem var 14,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 60,9 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 55,8 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 7,6 millj. kr. sem er 51% af áætlun tímabilsins sem var 14,9 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -49,9 millj. kr. sem er 107% af áætlun tímabilsins sem var -45,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 11,2 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 16,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -16 millj. kr. sem er 110% af áætlun tímabilsins sem var -14,5 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 8. september 2015 Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 13. júlí sl. var lagt fram erindi Guðnýjar Róbertsdóttur varðandi grjótnám í Hvanneyrarkróksfjöru og tæknideild falið að koma með svör við erindinu til nefndarinnar.

    Lögð fram til kynningar svör tæknideildar við erindi Guðnýjar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 8. september 2015

Fundi slitið.