Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Málsnúmer 1508007F
Vakta málsnúmer
.1
1501053
Fyrirtækjaheimsóknir
Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Fundurinn hófst á heimsókn til fyrirtækjanna Primex ehf. og Segull67.
Primex ehf. er fyrirtæki í sjávarlíftækni; sérhæft í framleiðslu á einstaklega hreinu kítíni og kítósani. Hráefnið er eingöngu skel af ferskri kaldsjávarrækju sem unnin er á Norðurlandi. Um 12 manns vinna í verksmiðju og á skrifstofu fyrirtækisins á Siglufirði. Tveir starfsmenn eru með aðsetur í Reykjavík.
Segull67 er nýtt fyrirtæki í Fjallabyggð sem er að hefja framleiðslu á bjór. Fyrirtækið er staðsett í gamla fyrstihúsinu við Vetrarbrautina á Siglufirði. Stefnt er á að fyrsta framleiðsla verði komin á markað fyrir jól.
Atvinnumálanefnd þakkar fulltrúum fyrirtækjanna fyrir góðar móttökur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1410062
Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Upphaflega bárust 13 umsóknir í verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Sex verkefni voru valin til áframhaldandi þátttöku:
- Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
- Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
- Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
- Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
- Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Helgi Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
- Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.
Umsækjendur verkefnanna "Áfalla og streitumiðstöð" og "Ferða- og frístundaþjónusta Fjallabyggðar" hafa dregið sig til baka þannig að eftir standa fjögur verkefni. Dómnefnd hefur veitt umsækjendum frest til 16. september að skila inn viðskiptaáætlunum. Dómnefndin kemur svo saman 21. september og mun þá tilnefna sigurvegara í samkeppninni Ræsing í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.3
1501052
Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Nefndin samþykkir að halda atvinnumálaþing laugardaginn 31. október þar sem húsnæðismál í Fjallabyggð verða til umræðu. Starfmanni og formanni nefndarinnar er falið að gera drög að dagskrá og leggja fyrir næsta fund.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar hjá atvinnumálanefnd þar sem upplýsingar um kostnað vantar.
.4
1407005
Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014 og 2015
Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Fundargerðir stjórnar AFE nr. 180 og 181 ásamt fundargerð aðalfundar 2015 lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.5
1503002
Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar
Atvinnumálanefnd - 10. fundur - 2. september 2015
Lagðar fram til kynningar atvinnuleysistölur Fjallabyggðar, tímabilið janúar - júlí 2015. Í júlí voru 23 á atvinnuleysisskrá, 10 karlar og 13 konur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 10. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 118. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.