Fundargerðir starfshóps um búfjárhald

Málsnúmer 1508051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um búfjárhald frá 20. ágúst.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Á 406. fundi bæjarráðs 25. ágúst 2015, var lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um búfjárhald frá 20. ágúst.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu og óskaði umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarstjóri fór yfir og gerði tillögu um þau atriði sem taka þarf ákvörðun um.

Bæjarráð samþykkir undanþágu frá 13. grein fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011 þannig að einar haustgöngur sauðfjár verði, í stað tveggja.

Bæjarráð samþykkir tímabundna úthlutun á svæði fyrir beitarhólf, sunnan Héðinsfjarðarganga í Siglufirði, svo ekki komi til að sleppa þurfi fé eftir göngur.

Bæjarráð samþykkir að Ósbrekkurétt verði aukarétt við haustgöngur 2015 og að fé verði dregið upp úr Ósbrekkurétt skv. VI. kafla, 27. gr. um fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja um viðgerð á Reykjarrétt með ákveðnum hætti.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta útbúa sliskju, sem hægt væri að samnýta í Héðinsfirði og Siglufirði.

Starfshópurinn áætlar að fjöldi dagsverka í einar göngur séu um 220-230, sem skiptist þannig:
Úlfsdalir / vestan Stráka

20
Siglufjörður / Siglunes

50-60
Héðinsfjörður / Hvanndalir

20
Ólafsfjörður


132
Göngur og réttir árið 2015 verða eftirfarandi:

a. Ólafsfjörður - Lágheiði og niður að Kálfsá/Kvíabekk 9.-10. september.
b. Ólafsfjörður - Kálfsá og út að Ólafsfjarðarmúla 18. september.
c. Ólafsfjörður - Kvíabekkur og út að Fossdal 19. september.
d. Héðinsfjörður 18. september.
e. Siglufjörður/Siglunes 19. september.
f. Úlfsdalir, frá Mánárskriðum og að Strákagöngum 20. september.