Bæjarráð Fjallabyggðar

408. fundur 08. september 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

2.Vatnsveður - skriðuföll - tjón - Siglufirði 28. og 29.08.2015

Málsnúmer 1508078Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði bæjarráði grein fyrir kostnaði við endurbætur og hreinsun.

Annars vegar er um viðurkenndan kostnað af Viðlagatryggingum Íslands, um 10 milljónir +vsk og hins vegar kostnaður sem eftir er að útkljá, um 26 milljónir +vsk, er varðar hreinsun á götum og lóðum, tjón við Hólaveg og Fossveg og settjarnir nyrst og syðst við snjóflóðavarnagarða í Siglufirði.

Beðið er eftir tillögum starfshóps forsætisráðuneytis og ákvörðun um aðkomu Ofanflóðasjóðs.

3.Fundargerðir starfshóps um búfjárhald

Málsnúmer 1508051Vakta málsnúmer

Á 406. fundi bæjarráðs 25. ágúst 2015, var lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um búfjárhald frá 20. ágúst.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu og óskaði umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarstjóri fór yfir og gerði tillögu um þau atriði sem taka þarf ákvörðun um.

Bæjarráð samþykkir undanþágu frá 13. grein fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011 þannig að einar haustgöngur sauðfjár verði, í stað tveggja.

Bæjarráð samþykkir tímabundna úthlutun á svæði fyrir beitarhólf, sunnan Héðinsfjarðarganga í Siglufirði, svo ekki komi til að sleppa þurfi fé eftir göngur.

Bæjarráð samþykkir að Ósbrekkurétt verði aukarétt við haustgöngur 2015 og að fé verði dregið upp úr Ósbrekkurétt skv. VI. kafla, 27. gr. um fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja um viðgerð á Reykjarrétt með ákveðnum hætti.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta útbúa sliskju, sem hægt væri að samnýta í Héðinsfirði og Siglufirði.

Starfshópurinn áætlar að fjöldi dagsverka í einar göngur séu um 220-230, sem skiptist þannig:
Úlfsdalir / vestan Stráka

20
Siglufjörður / Siglunes

50-60
Héðinsfjörður / Hvanndalir

20
Ólafsfjörður


132
Göngur og réttir árið 2015 verða eftirfarandi:

a. Ólafsfjörður - Lágheiði og niður að Kálfsá/Kvíabekk 9.-10. september.
b. Ólafsfjörður - Kálfsá og út að Ólafsfjarðarmúla 18. september.
c. Ólafsfjörður - Kvíabekkur og út að Fossdal 19. september.
d. Héðinsfjörður 18. september.
e. Siglufjörður/Siglunes 19. september.
f. Úlfsdalir, frá Mánárskriðum og að Strákagöngum 20. september.

4.Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1508060Vakta málsnúmer

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. september 2015, var lögð fram til kynningar staðfesting Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi greiðslu á skólakostnaði og sérkennslu/stuðningi fyrir nemanda í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016.

Tengsl við fjárhagsáætlun, hærri framlög á móti útgjöldum, er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlagi að upphæð 1,2 millj. á móti jafnháum útgjöldum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Jafnframt er framlagi að upphæð 1,4 millj. á móti jafnháum útgjöldum, vísað til fjárhagsáætlunar 2016.

5.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats - Útgefin störf

Málsnúmer 1507002Vakta málsnúmer

Á 400. fundi bæjarráðs, 7. júlí 2015, var kynnt niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Útreikningur á afturvirkri launabreytingu starfsmanna frá 1. maí 2014, liggur nú fyrir.

Bæjarráð samþykkir að vísa launabreytingu að upphæð 13,7 milljónum til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

6.Staðgreiðsla tímabils 2015

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 31. ágúst 2015.

Bókfærð upphæð er 622.789.654 en áætluð 600.204.300 eða aukning um 3,8%.

7.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Aðili hefur áhuga á að eignast Kirkjuveg 4 og ætlar að endurnýja og gera upp húsið.
Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og skrifleg verkáætlun liggur nú fyrir.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga, á ákveðnum forsendum og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við viðkomandi aðila.

8.Skíðasvæði Fjallabyggðar - Hólavegur 7 o.fl.

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ofanflóðanefndar, dagsett 28. ágúst 2015, varðandi Hólaveg 7 og endurbætur norðurhluta Hólavegar, Siglufirði.

Vísað er til fyrri afgreiðslu Ofanflóðanefndar um ofangreind mál, en nefndin er reiðubúin til viðræðna við forsvarsmenn Fjallabyggðar.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um fund með starfsmanni Ofanflóðanefndar 5. september s.l. þar sem farið var yfir málefni er snúa að Hólavegi 7 og norðurhluta Hólavegar á Siglufirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita nefndinni bréf í ljósi nýrra upplýsinga.

9.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 24. og 25. september 2015

Málsnúmer 1509006Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 24. og 25. september nk. í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

10.Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Málsnúmer 1509004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytis, dagsett 1. september 2015, um móttöku flóttafólks sem er samstarfsverkefni ríkisins, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands og viðmiðunarreglur þar að lútandi.

11.Skólaþing sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1508041Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur Skólaþing sveitarfélaga mánudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hótel Nordica.
Áhersla þingsins að þessu sinni verður tvíþætt:
1. Efling læsis í leik- og grunnskólum.
2. Innleiðing vinnumats í grunnskólum.

Bæjarráð leggur til að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, sæki skólaþingið f.h. Fjallabyggðar.

12.Trölli - samstarf

Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá útvarpi Trölla, en stöðin næst um norðanverðan Tröllaskaga, og á Internetinu. Lögð er fram hugmynd um nýtingu Trölla til að efla ímynd Fjallabyggðar hjá íbúum, ferðafólki og nærsveitarmönnum.

Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

Fundi slitið.